Það var nú mikið að gerast um helgina, á laugardaginn smökkuðum ég og Árni eina köku fyrir brúðkaupið okkar, mér fannst hún mjög góð og líka mömmu, pabba og tengdamömmu en Árna og pabba hans fannst hún ekkert sérstök. Þannig að við þurfum að smakka fleiri, nammi namm. Svo fórum við í Kópavogsblóm og pöntuðum allar blómaskreytingar fyrir brúðkaupið, jei.
Svo um fjögurleytið fórum við í Hveragerði í 25 ára afmælið hennar Rannveigar (Árni komst sem betur fer með). Það var ekkert smá gott að borða þar, brauðréttir og kökur.
Svo eftir það fórum við í 25 ára partý hjá Ástu og það var rosa mikið fjör þar. Til hamingju með 25 ára afmælið elsku Ásta mín. Ég og Hrönn fórum á Hverfisbarinn og dönsuðum í alveg tvo tíma en eftir það vorum við búnar á því þannig að við fórum bara heim. Þannig að þetta var bara frábær helgi, aðeins að taka sér frí frá lærdómnum.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 2/16/2004 09:12:00 f.h.
|