Ég er byrjuð á tilrauninni minni, sem betur fer. Ég náði alveg 110 þátttakendum í fyrri hlutann sem er bara frábært. Núna á ég bara eftir að ná 40 í viðbót í seinni hlutann. Reyndar tekur sá hluti aðeins lengri tíma en sá fyrri en ég er allavega byrjuð. Ég fór bæði í Háskólann í Reykjavík og svo í Háskóla Íslands. Einn tími í HR sem ég fór í átti að vera með alveg 100 manns en það mættu bara 20, ekkert smá léleg mæting.
Svo var ég svo stressuð í gær þegar að ég var að horfa á Gettu betur, MR var undir mest allan tímann en náði svo að jafna og náði svo að taka fimm stig af sex sem eftir voru, þannig að þeir sigruðu. Ég hefði ekki þolað það að MH hefði unnið, allir aðrir mega vinna MR en ég hata hvað þessir MH - ingar eru hrokafullir.
Svo verður bara mikið að gera um helgina, ætlum aðeins að kíkja á brúðarsýninguna, svo er útskrift hjá Bigga hennar Ingu og svo er matarboð hjá Hrönn og Axel. Gaman að hafa svona mikið að gera. Svo ætla ég líka að fara af stað með seinni hlutann, þarf að plata þá sem Árni er með í hóp til að taka hana. Og svo þarf ég líka að láta eitthvað af vinunum taka hana, þ.e.a.s. þá sem vita ekki um hvað hún snýst. Silly me að kjafta um hvað hún er því að þá get ég ekki notað þá í tilraunina.
föstudagur, febrúar 27, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 2/27/2004 01:32:00 e.h.
|