miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Þetta gengur nú ekki, ég ætlaði að óska Rannveigu til hamingju með 25 ára afmælið (í gær) en það var frekar mikið að gera í vinnunni þannig að ég komst ekki til þess og svo var netið ekki inni í Ekrusmáranum, einhver ljósleiðari sem fór. Þannig að afmæliskveðjan á netinu kemur einum degi of seint (sem betur mundi ég nú eftir að senda henni sms, ég er ekki það gleymin). Til hamingju með afmælið elsku Rannveig mín, vona að dagurinn hafi verið frábær ;)
Í öðrum fréttum þá er boðskortaljóðið komið, við létum nefnilega semja um okkur ljóð og það verður í boðskortinu fyrir brúðkaupið. Ég þarf meira að segja að senda tvö boðskort í dag vegna þess að systir hans pabba og frænka hans eiga heima í Bandaríkjunum og ef þau vilja koma þá þurfa þau auðvitað smá tíma að plana og svona. (Það er nefnilega bara hálft ár í brúðkaupið, oh my god). Svo ætlar bakarinn sem við höfum í huga að hringja í okkur á laugardaginn og leyfa okkkur að koma að smakka brúðkaupstertu hjá honum, nammi namm.