mánudagur, febrúar 09, 2004

Jæja enn ein helgin búin. Ég var nú frekar dugleg um helgina í ritgerðinni minni, er komin með þrjár og hálfa blaðsíðu, jibbí. Þetta mjakast áfram.
Svo fékk ég brúðarskóna mína á föstudaginn, ég borgaði aðeins 3.800 fyrir þá með sendingarkostnaði og öllu, ekkert smá ódýrir. Sem betur fer passa þeir alveg á mig, þarf bara aðeins að ganga þá til.
Árni er á fullu í lokaverkefninu sínu, maður sér hann eiginlega aldrei. Hann missir til dæmis af 25 ára afmæli bæði hjá Rannveigu og Ástu (sem verða bæði núna á laugardaginn), ekki gaman. En vá hvað tíminn líður hratt, ég trúi varla að við vinkonurnar séum að verða 25, stundum þegar að ég er spurð um aldur segi ég að ég sé 20 vegna þess að mér finnst ég ekki vera neitt mikið eldri.