Jæja, ég fór og hitti leiðbeinandann minn á þriðjudaginn og er að fara að stað með tilraunina mína í næstu viku. Reyndar vildi hann að ég bætti aðeins við tilraunina mína þannig að hún er orðin tvískipt í rauninni en það er allt í lagi. Ég fékk svo smá kvíðakast þegar að ég var að sofna í gær, leiðbeinandinn minn sagði nefnilega að hann vildi fá að sjá ritgerðina mína tveimur vikum áður en ég á að skila til þess að lesa hana yfir sem þýðir að það eru aðeins 8 vikur þangað til að ég á að skila honum.
Svo á laugardaginn er partý hjá Siggu og Drífu, Drífa varð nefnilega 35 ára í gær. Til hamingju með afmælið Drífa mín. Þær ætla semsagt að halda smá afmæli, gaman gaman.
Svo er brjálað að gera hjá Árna í skólanum, hann á að skila einu verkefni í dag og svo tveimur á mánudaginn og líka að fara í fyrstu verkefnisskoðunina fyrir lokaverkefnið á mánudaginn. Hann er uppi í skóla allar nætur (búin að koma heim klukkan fjögur alla þessa viku) þannig að við sjáumst ekkert. Ekki neitt voðalega gaman.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 2/20/2004 01:19:00 e.h.
|