Ég er byrjuð að stressast svo upp fyrir ritgerðina mína, það eru 12 vikur þangað til að ég á að skila, oh my god. Ég á nefnilega eftir að gera tilraunina og lesa allar heimildirnar o.s.frv. En ég er allavega byrjuð, komin með eina blaðsíðu ;).
Helgin var rosalega fín, góður matur báða dagana og mikið spjallað. Frábært að hitta vinina svona, við gerum þetta alltof sjaldan, það gengur eiginlega ekki.
En ég gleymdi að skrifa í gær að ég og Árni áttum fjögurra ára afmæli í gær. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, ég trúi varla að það séu komin fjögur ár. Við gerðum reyndar ekkert, vorum búin að taka afmælisgjöfina út þegar að við fórum á Lækjarbrekku og á Hótel Sögu, við lágum bara heima og höfðum það kósí.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 2/04/2004 09:01:00 f.h.
|