Jæja bara hálftími eftir í vinnunni og þá er ég komin í fjögurra daga frí, jibbí. Á morgun verður svo bara lagt af stað um sjöleytið (um morguninn sko) og þá verðum við komin svona um fimmleytið til Bakkafjarðar.
Fyrir utan þetta er ekkert að frétta, blogga næst bara þegar að ég verð komin heim. Skemmtið ykkur vel um helgina ;)
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/31/2003 03:33:00 e.h. |
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Jibbí, við fengum skoðun á bílinn, ekkert smá gaman. Við erum að spá í að halda bílnum þá allavega þangað til að frost kemur og hann verður erfiður í gang.
Svo sofnaði ég klukkan hálftíu í gær (yfir Brúðkaupsþættinum) og svaf alveg til sjö í morgun en þá vaknaði ég við kattarmjálm fyrir utan og þá var það kisan í næsta húsi sem vildi komast inn og borða. Ég var nú ekkert á því að hleypa henni inn en maður mjálmaði svo mikið þannig að ég lét loksins undan og hleypti henni inn og gaf honum að borða.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/30/2003 11:02:00 f.h. |
þriðjudagur, júlí 29, 2003
Já ég gleymdi að segja frá því að Árni er alveg úr í geimleiknum sínum, sem er fínt af því að þá verður hann ekki með áhyggjur allan tímann um verslunarmannahelgina.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/29/2003 12:26:00 e.h. |
Það er nokkurn veginn allt í lagi með hundinn, hún er með einhverjar bólgur í baki og fékk bólguminnkandi sprautur og töflur, þannig að henni ætti að fara að líða betur.
Ég sofnaði ekki fyrr en klukkan hálftvö og svaf auðvitað yfir mig. Ég mætti ekki fyrr en korter yfir átta í vinnuna, ekki nógu gott.
Svo erum við búin að vera að gera við bílinn, búin að kaupa ný dekk, fara með hann á smurstöð og gera við pústið og þetta samtals kostar 35.000. Ekkert smá dýrt. Reyndar getum við sjálfum okkur um kennt því að við höfum ekki hugsað nógu vel um hann en samt, frekar dýrt á tveim dögum. Svo fer Árni með hann í skoðun á eftir og ég er bara að vona að við fáum skoðun. Nenni ekki að standa í meiru svona.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/29/2003 12:19:00 e.h. |
Æ ég var að tala við Bergþór pabba og hann var með Dimmu (hundinn sinn) í bílnum í gær og hundinum tókst einhvern veginn að ýta rúðunni niður og steyptist út úr bílnum meðan bíllinn var á ferð. Greyið, hann ýlfraði svo mikið í alla nótt þannig að pabbi fór með hann til Egilsstaða í morgun til að láta líta á hann. Hún getur reyndar alveg labbað en ætli hún hafi ekki marist eitthvað. Æ maður vorkennir henni svo mikið.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/29/2003 10:16:00 f.h. |
mánudagur, júlí 28, 2003
Dagurinn í dag var rosalega fljótur að líða því að það var mikið að gera í vinnunni (svona til tilbreytingar). Svo fórum við bara heim og elduðum en svo sofnuðum við bæði um sexleytið og vöknuðum ekki aftur fyrr en níu. Þannig að ég sé ekki fram á að sofna fyrr en í fyrsta lagi svona eitt - hálftvö. Ekki alveg að fíla það.
Ennþá fréttist ekkert af krílinu hjá Ingu og Bigga, allir eru voða spenntir og nenna ekkert að bíða lengur ;) Af því að Inga er búin að vera svo lengi heima, út af of háum blóðþrýstingi, þá finnst manni eins og þetta sé orðinn svo langur tími en hún á samt ekkert að eiga fyrr en 4. ágúst. Þannig að við bíðum bara ennþá.
En ég ætla að fara horfa á sjónvarpið og athuga hvort að ég geti ekki sofnað yfir því.
Hey já, kannski fáum við bíl á rekstrarleigu á morgun, tengdapappi er eitthvað að athuga þetta fyrir okkur. Oh ég vona það, mér líður mikið betur að fara á nýjum bíl til Bakkafjarðar. Reyndar erum við búin að vera að gera við bílinn okkar og fara með hann á smurstöð og svona en samt. Maður veit aldrei með svona gamla bíla.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/28/2003 11:10:00 e.h. |
sunnudagur, júlí 27, 2003
Helgin bara búin :(. En reyndar er það allt í lagi af því að þá er styttra þangað til að við förum til Bakkafjarðar.
Ég datt ekkert smá mikið inn í þennan geimleik í gær, mig dreymdi hann meira að segja í alla nótt. Reyndar er Árni í rauninni bara búinn í leiknum því að hann á bara eitt skip eftir (þótt að ég sé búin að vera að gera fullt fyrir hann), ekki gaman. En hann verður bara með næst og veit þá betur en að vera að treysta einhverju pakki sem síðan svíkur hann og ræðst á hann.
En helgin var eitthvað voðalega róleg, kíkti bara í heimsókn til mömmu og pabba í dag. Var þar í smátíma en fór svo bara heim og var eitthvað að dúlla mér og hangsa.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/27/2003 11:30:00 e.h. |
laugardagur, júlí 26, 2003
Jæja kommentakerfið er dottið aftur inn, skil þetta ekki alveg sko.
Ég, Sigga og Adam fórum til Sollýjar í dag og kisan er svoooo sæt, maður er svo lítill, bara 4 mánaða. En svo er maður pínku haltur og hún vill bara sofa af því að hún er svo orkulaus af því að hún er búin að fá svo lítið að borða hjá þessu helv.... pakki sem þykist eiga hana. (Ef maður kemur ekki vel fram við dýrin sín þá á maður þau ekki).
Svo er ég bara búin að vera í geimleiknum sem Árni er í. Leikurinn uppfærist sko á 4 stunda fresti en Árni er auðvitað að vinna í 12 tíma í dag og á morgun þannig að ég þarf að gera fyrir hann. Það er nefnilega stríð byrjað í leiknum þannig að Árni má ekki við því að gera ekki í 12 tíma. Og hann er svo stressaður að geta ekki verið heima og einbeitt sér alveg að þessu. Ég veit að ég er pínku vond en ég er samt að vona að þessi leikur verði búinn fyrir föstudag (eða Árni sé úr) því að hann kemst ekkert í tölvu í 4 daga og getur þá ekkert gert. Og ég get ekki ímyndað mér hvernig hann verður ef leikurinn verður ennþá í gangi, hann á ekki eftir að meika það ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 7/26/2003 04:50:00 e.h. |
föstudagur, júlí 25, 2003
Þetta kommentakerfi er nú ekki alveg að gera sig, dettur út í tíma og ótíma. Núna er það til dæmis búið að vera úti í einhverja 2-3 daga og maður veit ekkert af hverju eða hvort það kemur aftur. Asnalegt.
Annars er helgin bara byrjuð og það er rosalega ljúft. Ætla að hangsa með Siggu systir og Adam frænda á morgun. Ætli við förum ekki að heimsækja kettlinginn hjá Sollý, gaman gaman.
Svo er bara niðurtalningin hafin í Bakkafjörð 2003, frændi minn og kærastan hans koma líka og svo kannski tveir aðrir frændur mínir líka. Þannig að við aukum íbúafjöldann um einhver prósent, get ég ímyndað mér ;) Nei smá grín. Það búa nú um 100 manns þarna (eða það held ég). Ég er búin að vera á netinu og fann nokkrar myndir af Bakkafirði, reyndar eru þetta frekar gamlar myndir þannig að þetta er ekki alveg svona lítið, dálítið mikið af húsum búin að bætast við.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/25/2003 10:46:00 e.h. |
Æ ég var að tala við Sollý systur og hún var að finna lítinn kettling. Eða sko reyndar fann hún hann ekki heldur býr hann þarna nálægt henni en eigendur hans gefa henni aldrei að borða og hafa hana bara úti alltaf. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur verið til. Maður getur ekki annað en verið góður við dýr, þau eru svo sæt.
En kettlingurinn semsagt hændist bara að börnunum hjá Sollý og vildi svo bara koma inn með þeim og vera þar. Æ greyið manns, maður var svo svangur þegar að Sollý gaf henni að borða og hún er bara pínkupons og rosalega mjóslegin. Oh ég verð svo pirruð þegar að maður heyrir um svona pakk sem kann ekki að koma almennilega fram við dýr. Svona fólk á bara ekki skilið að vera til. Það ætti bara að refsa svona fólki með því að koma fram við það eins og það kemur fram við dýr, láta það vera úti alla daga í hvaða veðri sem er og gefa því ekkert að borða.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/25/2003 12:53:00 e.h. |
fimmtudagur, júlí 24, 2003
Jæja ég er búin að fá skýringu með þetta frá LÍN. Þetta var semsagt helmingurinn af skólagjaldalánunum hans Árna, þá veit maður það. Líður ykkur ekki mikið betur þegar að þið vitið þetta? ;)
Annars er ekkert að gera í vinnunni, eins og vanalega. Núna bíð ég bara eftir föstudeginum 1. ágúst, jibbí.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/24/2003 11:48:00 f.h. |
Bara tveir vinnudagar eftir og þá er þessi vika búin. Æðislegt!! Og þá eru bara 4 vikur eftir í vinnunni, ennþá skemmtilegra.
Ég og Árni erum að spá í að fara til Bakkafjarðar til Bergþórs pabba um Verslunarmannahelgina. Þótt að bíllinn okkar sé kannski ekki upp á það besta þá hlýtur að vera í lagi að keyra hann þangað, við vonum það allavega. Við ætluðum fyrst að fljúga en það kostar 28.000 að fljúga til Egilsstaða, sem er náttúrulega bara geðveiki. Það er ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar, ógeðslega asnalegt.
Svo í gær var ég að vesenast inn á Heimabankanum okkar þegar að ég sá að LÍN var búið að leggja helling af peningum inn á okkur. Ég ætla að hringja strax og þeir opna (eftir ca. 3 mínútur) og spyrja fyrir hvað þetta sé. Við erum bæði búin að fá námslánin okkar fyrir seinustu önn þannig að ég get ekki ímyndað mér hvað þetta er. Og ég þori ekki að byrja að eyða þessu fyrr en ég veit hvort að þetta eru mistök eða ekki ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 7/24/2003 09:03:00 f.h. |
þriðjudagur, júlí 22, 2003
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.
What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 01:50:00 e.h. |
You represent... naivete.
So innocent and trusting... you can be very shy at
times, but it's only because you're not sure
how to act. You give off that "I need to
be protected vibe." Remember that not all
people are good. Being too trusting will get
you easily hurt.
What feeling do you represent?
brought to you by Quizilla
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 01:48:00 e.h. |
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 01:27:00 e.h. |
Þar sem að það er gjörsamlega minna en ekkert að gera í vinnunni ákvað ég bara að taka próf á netinu og hér koma niðurstöðurnar:
Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 01:21:00 e.h. |
Jæja ég var rosalega dugleg í gær og fór út að labba, geðveikt stuð. Það er geðveikt langt síðan að ég fór út að labba, held bara um fimm ár ef ekki meira ;)
Ég hef alltaf gleymt að segja að ég horfði á T-3 um helgina og hún er geðveikt góð. Svo horfði ég líka á Pirates of the Caribbean en ég er ekki alveg búin með hana. Oh það er svo skrýtið að sjá Orlando Bloom svona dökkhærðan, hann er nú samt rosalega sætur þannig en ennþá sætari sem Legolas.
Í dag er Helga vinkona að fara til London til Freysa síns, þau eru að fara að skoða sig um og svona. Oh hvað ég væri til í að fara eitthvað þannig. Það eru þrjú ár síðan að ég og Árni fórum út, alltof langt.
Svo ætla ég að kvarta pínku, ég var að athuga flug til Egilsstaða og það kostar (fyrir mig og Árna) 27.960, hvernig er þetta hægt? Ég skil þetta bara ekki. Ekkert smá rosalega dýrt. Þetta er jafndýrt og til London og Kaupmannahafnar með Iceland Express.
En ætli ég verði ekki að halda áfram að vinna.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 08:42:00 f.h. |
mánudagur, júlí 21, 2003
Ég fór til gigtarlæknis í dag og góðu fréttirnar eru að ég er ekki með gigt. Hinsvegar er ég með psoriasis sem liggur reyndar bara niðri þannig að ég finn ekkert fyrir því en það er byrjað að koma fram í neglurnar, ekki gaman. Svo vildi læknirinn endilega taka blóðprufu til að athuga hvort að ég væri með sykursýki eða ofvirkni í skjaldkirtlinum. Þannig að ég bíð bara eftir niðurstöðum. Svo sagði hann líka að ég væri með klemmda taug í úlnliðnum og það er ástæðan fyrir fingradofanum og bólgunni. Hann sagði líka að ég þyrfti að grenna mig (sem er nú ekki gaman að heyra) en maður verður líklegast að hlýða lækninum. Samt fór ég og keypti mér pínku nammi ;) Algjör prakkari.
Svo fór ég bara á bókasafnið og tók fjórar bækur og ætla að slappa af í kvöld.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/21/2003 02:15:00 e.h. |
sunnudagur, júlí 20, 2003
Jæja það var mjög fínt í afmælunum í gær. Í barnaafmælinu voru rosalega góðar kökur og heitur réttur, nammi namm. Svo hjá Siggu og Drífu var það eins og þær hefðu búist við 40 manns eða eitthvað af því að það var svo mikið á boðstólum, allt rosalega gott hjá þeim líka. Gaman líka að hitta systkinin öll svona saman og, gerist alltof sjaldan.
Svo fórum við í afmæli til vinar hans Árna og það var í raun bara hundleiðinlegt. Árni þekkti svona fimm manneskjur og ég svona þrjár. Þannig að við fórum bara heim eitthvað um tólf. Ég ætlaði reyndar að hitta stelpurnar en ég nennti ekki að bíða ein niðri í bæ eftir þeim ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 7/20/2003 12:01:00 e.h. |
laugardagur, júlí 19, 2003
Jæja ég fékk frí í vinnunni í gær eftir hádegi og dreif mig í Kringluna og fann mér buxur. Ótrúlegt en satt. Ég keypti þær í Next og þær ná upp í mitti!! Ennþá meira ótrúlegt. Svo fann ég líka skó en þar sem þeir eru voðalega líkir einum skóm sem að ég á og voru ekki heldur á útsölu ákvað ég að kaupa þá ekki. Mig langar líka mikið meira í stígvél.
Svo var stelpudjamm heima hjá Hrönn, það var bara rosalega fínt. Ég fór reyndar ekki með niður í bæ, var eitthvað þreytt eftir vikuna og er líka að fara í þrjú afmæli í dag. Eitt barnaafmæli klukkan tvö og svo tvö partý. Ekki nóg með það heldur er líka stelpnadjamm með Karen, Rannveigu, Helgu og fleirum. Þannig að maður verður geðveikt busy í dag og kvöld. Svo á morgun ætlum við stelpurnar að kíkja til Ingu, hún er orðin geðveikt pirruð á að hanga svona heima og ég skil hana geðveikt vel. Þannig að helgin er bara fullbókuð.
Bergþór pabbi var að fá sér labradorhvolp. Oh hvað ég hefði verið til í að sjá hann en því miður þá gat ég það ekki. Hann fór með hann heim snemma í morgun. Nennti ekki alveg að vakna klukkan átta til að sjá hann en ég sé hann bara næst þegar að þeir koma í bæinn.
En ætli maður verði ekki að fara að gera eitthvað hérna heima, allt í drasli.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/19/2003 11:40:00 f.h. |
föstudagur, júlí 18, 2003
Ég gleymdi að óska Siggu systur til hamingju með afmælið en hún er 35 ára. Til hamingju systa.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/18/2003 09:34:00 f.h. |
Jæja ég er búin með allt sem þarf að gera í dag í vinnunni minni og klukkan er ekki orðin hálftíu. Ég er meira að segja að leysa aðra konu af þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað það er lítið að gera.
Deildin okkar bauð okkur upp á ís í gær, nammi namm. Svona smá sárabætur fyrir þá sem eru ekki í fríi í þessu góða veðri.
Ég er orðin rosalega fín eftir litunina hjá Sollý í gær, núna getur maður bara drifið sig út á djammið.
Ég er að spá í að fá frí eftir hádegi í dag og reyna að versla mér einhver föt, reyndar nenni ég ekki að fara í Kringluna og Smáralind en mig vantar svo hrikalega föt. Ég er samt ekkert að fíla tískuna en ég hlýt að geta fundið einhverja boli að minnsta kosti.
Jæja best að fara að láta sér leiðast aðeins meira.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/18/2003 09:32:00 f.h. |
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Það er alveg minna en ekki neitt að gera í vinnunni hjá mér. Og það hafa allir jafn lítið að gera þannig að þegar að maður býðst til að hjálpa einhverjum þá er ekkert til að hjálpa með. Alveg ömurlegt að hanga svona allan daginn.
Árni fór í körfubolta í gær eftir vinnu (fór semsagt klukkan hálfeitt um nótt) og kom ekki aftur heim fyrr en um fjögur. Myndi ég geta þetta, ég væri löngu dottin niður dauð af þreytu á körfuboltavellinum. Og svo vaknaði hann með mér klukkan korter í átta í morgun til að keyra mig í vinnuna og sofnaði ekkert aftur þangað til að hann þurfti að fara að vinna klukkan ellefu. Ég skil hann stundum ekki, hvernig er þetta hægt??
Svo erum ég og mamma að fara í litun og plokkun í dag til Sollýjar systur. Fyrst að maður er orðinn svona fínn með hárið þá verður andlitið líka að vera fínt ;) Þannig að ég bíð bara eftir því að klukkan slái fjögur og maður geti drifið sig héðan út, gaman gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/17/2003 12:28:00 e.h. |
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Ég ákvað bara að skella mér í strípur í dag, fékk að fara úr vinnunni klukkan hálftvö og beint inn á hárgreiðslustofu. Þannig að núna er ég bara orðin blondína, ég er ekki að grínast. En það er bara fínt. Ég er líka að fara í nokkur partý um helgina (já nokkur!!) og maður verður að líta vel út.
Á föstudaginn verður stelpupartý hjá Hrönn og svo á laugardag verður afmælispartý hjá Siggu og Hödda sem er vinur hans Árna. Þetta hittist alltaf allt á sömu dagana en þess á milli er ekkert að gera hjá manni. Alveg týpískt.
Ég ákvað að hringja bara í Toppskó í dag, nennti hreinlega ekki að fara og horfa á alla þessa oddmjóu fáranlegu skó. Og viti menn það eru ekki til venjulegir skór hjá þeim, kemur á óvart.
En Helga vinkona var að koma þannig að ég ætla að hætta.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/16/2003 08:15:00 e.h. |
þriðjudagur, júlí 15, 2003
Ég er alltaf svo þreytt, ég skil þetta ekki. Ég var að horfa á þætti sem heita Blue Planet í gær (svona dýralífsþættir) og ég var inni í tölvuherbergi og ég var næstum því sofnuð. Samt sat ég bara á skrifstofustólnum, skil ekki hvernig ég gat sofnað. Svo fór ég fram og lagðist inni í stofu og sofnaði auðvitað strax. Svo klukkan hálfellefu færði ég mig inn í rúm og hélt bara áfram að sofa. Reyndar vaknaði ég klukkan tvö af því að mér var svo geðveikt flökurt og ég gat ekki sofnað aftur fyrr en fjögur. Þannig að ég var frekar þreytt í morgun.
Ég ætla að gera eina lokatilraun til að kaupa mér skó sem eru ekki oddmjóir, ég ætla að fara í Toppskó í dag og athuga þar. Ef ég finn ekkert þar þá get ég bara ekkert keypt mér skó, hrumphf. Pirringur. Það þarf bara að vera til búð sem er með plain föt til sölu, svona svört pils og venjulega skó.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/15/2003 08:33:00 f.h. |
sunnudagur, júlí 13, 2003
Ein enn helgin að verða búin. Ég er bara ánægð með það af því að þá er styttra í það að skólinn byrji aftur. Ég hlakka svo til að byrja aftur til að klára þetta eina ár sem að ég á eftir. Árni hlakkar líka til að byrja aftur í sínum skóla, við erum bæði byrjuð að telja niður þangað til að við hættum að vinna. Hann hættir reyndar að vinna á undan mér því að skólinn byrjar fyrr hjá honum.
Ég og mamma fórum til Bjarklindar og Siggu í dag. Það er svo þægilegt að eyða helgunum í heimsóknir og svona. Svo á Sigga systir afmæli næsta föstudag, verður 35 ára. Af því tilfefni verður partý hjá henni á laugardagskvöldið, gaman gaman.
Sigga og Drífa eru einmitt komnar með heimasíðu, búin að bæta við link á hana, endilega kíkið á hana.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/13/2003 07:49:00 e.h. |
laugardagur, júlí 12, 2003
Ennþá svona lítið að gerast. Var reyndar að horfa á Finding Nemo og hún er ekkert smá sæt.
Bara svo búin að vera að vesenast í dag, fór að máta brúðarkjóla og fór svo í Smáralindina með Sollý systur. Sama og vanalega þar, engin föt sem að ég fíla. Gjörsamlega hatandi. Ég skil ekki hvernig fatahönnuðir halda að allir geti gengið í sömu fötunum, fólk er mismunandi vaxið.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/12/2003 09:40:00 e.h. |
föstudagur, júlí 11, 2003
Eitthvað voðalega lítið að gerast þessa dagana. Helgin bara að koma og ég er búin að fara á bókasafnið og fá bækur þar. Fékk þrjár Danielle Steel bækur þannig að það verður bara legið uppi í rúmi alla helgina og lesið. Oh mér finnst það svo æðislegt. Reyndar hefði ég þurft að þrífa íbúðina en ég veit ekki alveg hvort að ég nenni því ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 7/11/2003 01:37:00 e.h. |
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Heyrðu ég gleymdi auðvitað einu. Ég var víst í sjónvarpinu í gær, ekki það að ég sá það, heldur hringdu mamma og pabbi í mig og sögðu mér frá því. Bara orðin fræg ;) Eða ekki.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/10/2003 08:22:00 f.h. |
Við fórum að skoða litla kettlingin í gær og hann var svoooooo sætur!!! Ég og Árni vorum alveg komin á það að taka hann heim en þá var hringt og eigandinn var fundinn. Æ það var fínt, ég gæti ekki ímyndað mér hvernig mér liði ef Snúður myndi týnast.
Svo komum við bara heim og elduðum, við höfðum ekki tíma til að fara til Ingvars Helgasonar til að kíkja á bíla en við ætlum að fara í dag. Ég var líka eitthvað svo þreytt í gær, ég sofnaði klukkan níu fyrir framan sjónvarpið, færði mig svo inn í rúm klukkan hálfellefu og svaf alveg til hálfátta í morgun. Það er ekkert smá næs að sofa svona lengi stundum.
Ég og Hrönn ætlum að fara að skoða og máta brúðarkjóla á laugardaginn. Það verður geðveikt spennandi. Reyndar þurfum við að fara á Brúðarkjólaleigu Katrínar af því að hún er með kjólinn sem mig langar í og Hrönn verður að fá að kíkja aðeins á hann til að vita hvernig hann er saumaður og eitthvað þannig. Það kemur samt alls ekki til greina að ég fari að leigja eitthvað hjá þeim, eins og slör og þannig. Ætla bara að fara og sóa tímanum þeirra aðeins :)
Birt af Inga Elínborg kl. 7/10/2003 08:21:00 f.h. |
miðvikudagur, júlí 09, 2003
Oh Sigga systir var að hringja og segja mér að þær hefðu fundið lítinn kettling í gær, bara þriggja mánaða sem er týndur. Æ greyið manns. Ég ætla sko að fara beint eftir vinnu og skoða hann hjá þeim. Þær hringdu í Kattholt og það er enginn búinn að spyrjast fyrir um hann þannig að kannski ætla þær að eiga hann. Oh maður er örugglega svo sætastur.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/09/2003 09:45:00 f.h. |
Vá hvað ég var þreytt í morgun, ég nennti alveg ekki í vinnuna. Enda mætti ég fimm mínútum of seint, ekki nógu gott. Að öðru leyti er nú mest lítið að frétta, Árni er búinn að ná í Charlie´s Angels og hún er bara frekar góð. Reyndar segi ég það að ef þær væru ekki svona flottar þá hefði myndin orðið algjört flop.
Ég pantaði Bergþór Pálsson til að syngja í kirkjunni hjá okkur. Ekkert smá gaman. Hann syngur rosalega vel og er ekkert dýr miðað við marga aðra.
Svo ætlum ég og Árni að fara til Ingvars Helgasonar í dag og skoða bíla. Við ætlum nefnilega að taka bíl á rekstrarleigu af því að okkar bíll er alveg að gefa upp öndina, greyið. Þar sem að planið er að fara út til Danmerkur eftir ÁR (vá alltof stuttur tími) þá tekur það sig ekkert að vera að burðast við að kaupa bíl í eitt ár og þurfa svo að reyna að selja hann og svoleiðis. Það gengur bara ekkert upp.
Svo næstu helgi ætlum við að fara og skoða brúðarsvítur. Við ætlum að fara á Hótel Sögu og Nordica hotel. Mig langar nú meira á Nordica af því að þar er jacuzi (veit ekki hvernig þetta er skrifað), geðveikt stuð.
En ætli það sé ekki best að halda áfram að vinna.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/09/2003 08:55:00 f.h. |
mánudagur, júlí 07, 2003
Jæja helgin búin og ég er mætt aftur í vinnuna. Helgin var bara yndisleg, í einu orði.
Á föstudaginn borðuðum við góðan mat hjá Hrönn og Axel og svo spiluðum við Trivial. Reyndar unnu Ásta, Ívar og Axel en ég, Árni og Hrönn tökum þau bara næst. Sóli var líka voðalega ánægður með að sjá okkur af því að hann fékk svo margar gjafir frá okkur, fullt af beinum!!
Svo á laugardaginn fórum við á Laugarvatn og gistum þar eina nótt. Við fórum að sjá Geysi um laugardaginn rétt eftir að við komum og svo var bara legið uppi í rúmi, lesið og slappað af. Um sjöleytið fengum við að borða rosalega góðan mat og svo var bara farið snemma að sofa eða um klukkan tólf. Algjör afslöppun.
Á sunnudeginum fórum við í Dýragarðinn á Slakka. Oh það var svo sætt. Við sáum lömb, folald, kálf, fullt af kanínum og svo mátti maður fara inn í búrið til kettlingana sem voru þarna. Oh þeir voru svo sætir. Mig langaði að taka þá alla með heim. Þetta er samt svo sniðugt hjá þeim að maður má klappa öllum dýrunum og halda á þeim og svona, annað en í þessum Húsdýragarði. Svo kíktum við aðeins til tengdó sem voru í sumarbústað á Flúðum en svo fórum við bara heim. Þannig að við erum bara vel afslöppuð eftir þessa helgi.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/07/2003 08:21:00 f.h. |
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Ég ákvað að koma Árna á óvart, ég hringdi í eitt hótel og pantaði eina nótt þar núna á laugardaginn. Ég hringdi reyndar í hann áður til að vita hvort að hann væri búinn að plana eitthvað annað og þannig. Ég sagði honum bara að við værum að fara út á land og yrðum þar yfir nótt. Hann veit semsagt ekkert hvert við erum að fara þannig að ég ætla ekki að segja það hér ;). Ég hlakka svo til, við höfum aldrei farið á hótel hérna á landi tvö ein og við höfum heldur aldrei bara farið tvö ein eithvað út á land, þannig að þetta verður rosalega gaman.
Ég er búin að vera að háma í mig afganginn úr saumaklúbbnum í kvöld, lá uppi í rúmi og borðaði kökuna og heita brauðréttinn, nammi namm. Svo sofnaði ég klukkan átta og vaknaði svo klukkan tíu þannig að það er pottþétt að ég á ekki eftir að geta sofnað aftur strax.
Svo á morgun erum við að fara til Hrannar og Axels og borða grillmat og Ásta og Ívar koma líka. Sóli litli sæti hundurinn þeirra Hrannar og Axels er eins árs í dag og þetta verður einskonar afmælisveisla fyrir hann :). Ekkert smá sætt. Við eigum semsagt að koma með kjöt og svo fær hann beinin. Rosalega heppinn.
Núna er ég að hlusta á nýjasta lagið með Beyonce Knowles: Crazy in love. Ekkert smá flott lag, mæli með því við alla.
En ég verð víst að fara að sækja Árna. Það verður semsagt lítið skrifað um helgina af því að við erum að fara út á land en ég segi ykkur bara frá öllu eftir helgina.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/03/2003 11:07:00 e.h. |
Ég hringdi í Brúðarkjólaleigu Katrínar í gær og ætlaði að panta tíma fyrir Árna í mátun. Hann vill semsagt máta chacket (veit ekkert hvort að þetta er rétt skrifað) og athuga hvernig honum finnst að vera í þannig. Ég hringi og hún spyr hvenær brúðkaupsdagurinn er og ég segi að hann sé ekki fyrr en á næsta ári. Þá segir hún að það þýði ekkert að koma strax því að það verði komin önnur tíska (fyrirgefðu, er ekki alltaf sama tíska hjá strákum, það er ekki eins og smóking og kjólföt og þannig föt breytist frá ári til árs). Ég segi það við hana og þá spyr hún hvaða númer Árni notir, ég segi að hann noti örugglega bara það minnsta. Þá segir hún að þar sem ég viti það ekki megum við koma og skoða, ekki máta. Fyrirgefðu er ekki mátun einmitt til þess að vita í hvaða númeri maður er í!!! Ég sagði nú þá við hana að þetta væri ekkert mjög góð þjónusta og þá segir hún við mig að ég geti bara opnað svona leigu sjálf!!! Talandi um að kunna ekki að afgreiða kúnna.
En svo var saumó í gær. Það var bara mjög gaman nema það að ég gleymdi að bæði Rannveig og Karen borða ekki aspas og heita brauðið mitt var með aspas, ekki alveg nógu gott ;) En þær borðuðu þá bara hitt brauðið og kökuna mína.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/03/2003 08:29:00 f.h. |
miðvikudagur, júlí 02, 2003
Búin að fara til læknisins og hann sagði að ég væri bara með svona geðveika sinaskeiðabólgu og hún leiðir alveg upp í ökklann og kálfann, ekki gott. Hann vildi ekki gera neitt við þessu núna en sagði að ef þetta væri ekki búið að lagast eftir 1-2 vikur ætti ég að koma eftir og láta sprauta í fótinn. Oh ég hlakka ekki til ef ég þarf þess.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/02/2003 10:38:00 f.h. |
Voðalega gekk það vel hjá mér að ætla að skrifa á hverjum degi ;) Ég entist ekki í einn dag, það var nú reyndar ekki af því að ég hafði ekkert að segja heldur var ég bara eitthvað svo þreytt í gær. Enda sofnaði ég fyrir framan sjónvarpið og missti af Brúðkaupsþættinum Já.
Þegar að ég kom heim byrjaði ég nefnilega strax að baka og gera allt fínt fyrir saumó sem verður í kvöld. Ég bakaði súkkulaði-korn marengs og svo gerði ég tvær rúllutertubrauðtertur, nammi namm. Mig langaði nú bara að borða þetta allt strax. Svo eftir þetta þurfti ég að þvo frekar mikið upp, sem betur fer hjálpaði Árni mér. Ég var meira að segja svo busy í gær að ég komst ekki í badminton þannig að Árni, Laufey og Eiður voru bara þrjú.
Svo þegar að ég vaknaði aftur eftir að hafa sofnað þá langaði Árna svo að raða öllum myndunum sem hann er búinn að skrifa upp á síðkastið í stafrófsröð. Og það voru um 130 diskar sem við þurftum að raða. Við vorum að því alveg til svona hálfeitt en þá varð ég bara að fara að leggja mig. En vá hvað við eigum margar myndir, við eigum eitthvað um 350 diska og ég er kannski bara búin að horfa á svona 20 myndir. Og allir þættirnir sem við eigum eru ekki innifaldir í þessari talningu. Er ekki gaman að vita þetta?
Ég fékk að vita í fyrradag að Háskóli Íslands leyfði mér að fá tvö fög sem ég tók í viðskiptafræðinni sem valfög í sálfræðinni þannig að ég er búin með 70 einingar (á bara að vera búin með 60) þannig að ef ég tek 16 einingar á næstu önn þá á ég bara eftir ritgerðina mína á seinustu önninni. Það verður rosalega næs.
En ég ætla víst að fara að vinna. Þarf að fara til læknis á eftir vegna þess að ég missteig mig fyrir svona fjórum vikum og ég er ennþá að deyja í löppinni. Ekki alveg nógu gott.
Birt af Inga Elínborg kl. 7/02/2003 08:27:00 f.h. |