Þvílíkt mikið að gera hjá okkur þessa dagana. Fórum með Grétari og Karen á Narníu myndina á afmælisdaginn hennar Karenar, mjög skemmtileg mynd og þótt að hún sé stíluð mjög inn á börn þá naut ég hennar alveg í botn.
Á fimmtudaginn var svo jólasaumó hjá hinum vinahópnum mínum. Ákváðum bara að kaupa okkur mat frá American Style og svo var borðað, spjallað og litla prinsessan þeirra Hrannar og Axels fékk að ganga á milli svo að allir fengu að halda á henni. Maður er alveg langsætastur. Það á einmitt að skíra hana 2. janúar, hlakka mjög til að vita nafnið vegna þess að ég tel mig vita hvað hún á að heita :).
Í gær hélt Karen upp á afmælið sitt, við skemmtum okkur svakalega vel. Dönsuðum út í eitt (þ.e.a.s. ég, Árni dansar nú voða lítið) og alltaf svo gaman að hitta vinina og djamma saman. Þetta var bara með bestu partýum sem ég hef farið í. Um hálfþrjú ætluðum við svo að fara heim en ákváðum að taka einn hring á Glaum áður. Þar hittum við nokkra af vinum hans Árna og djömmuðum með þeim til að verða 5. Frábært kvöld :). Svo var auðvitað farið á Hlölla um morguninn, nammi namm.
Ég ætlaði að skrifa smá pistil um árið 2005 en eftir nokkrar tilraunir ákvað ég bara að sleppa því. Finn einhvern veginn ekki réttu orðin. Ætla því bara að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi á árið 2006 eftir að veita ykkur mikla gæfu og gleði.
laugardagur, desember 31, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 12/31/2005 02:57:00 e.h. |
miðvikudagur, desember 28, 2005
Við erum búin að hafa það rosalega gott undanfarna daga, eiginlega of gott. Alveg búin að snúa sólarhringnum við og maður er síborðandi.
Annars var aðfangadagur svaka næs, maturinn hjá mömmu bregst auðvitað aldrei og við fengum margar fallegar gjafir og jólakort. Takk fyrir okkur elskurnar. Á jóladag var svo boð hjá báðum fjölskyldunum þannig að við þurfum að skipta okkur en á annan í jólum var bara slappað af. Reyndar fórum við til vina hans Árna og spiluðum Scene it sem er kvikmyndaspil, geðveikt gaman. Árni og Nonni eru kannski ekki alveg þeir skemmtilegustu í þessu spili, kunna allar myndir og alla leikara utanað en ég og Auður vorum nú nokkuð góðar líka :).
Í gær var svo jólasaumó hjá Ingibjörgu, þvílíkar kræsingar í boði og alltaf svo gaman að hitta allar vinkonurnar + mennina þeirra sem fá alltaf að fljóta með í jólasaumóinn.
En í dag á svo Karen mín afmæli og meira að segja stórafmæli. Innilega til hamingju með 25 ára afmælið elsku Karen. Njóttu dagsins í alla staði og við bíðum spennt eftir föstudeginum :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/28/2005 02:43:00 e.h. |
laugardagur, desember 24, 2005
Jólahátíðin hófst eiginlega í gær hjá okkur hjónunum. Byrjuðum á að fara að leiði ömmu og afa, mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara í kirkjugarðinn um jólin og minnast þeirra sem eru ekki lengur með okkur.
Eftir það kíktum við til Karenar í smá jólaglögg, ekkert smá æðislegt að sjá hana og knúsa. Ekki spillti fyrir að það voru 8 kettir þarna, ekkert smá yndislegir. Fórum svo til Laufeyjar og Eiðs og enduðum kvöldið á að fara til Hrannar og Axels. Frábært kvöld í alla staði.
Eitthvað gekk mér nú illa að sofa í nótt, svaf bara í 4 tíma og var semsagt vöknuð um 6. Veit eiginlega ekki af hverju. Tókum daginn semsagt snemma og fórum til ömmu og afa hans Árna með pakka til þeirra og svo fórum við til mömmu og pabba þar sem að við öll systkinin hittumst alltaf á aðfangadag til að skiptast á gjöfum.
Það eina sem er eftir núna er að gera sig tilbúinn fyrir kvöldið. Ég og Árni verðum reyndar aftur í sitthvoru lagi á aðfangadagskvöld en það verður þá bara ennþá skemmtilegra næstu jól þegar að við verðum komin í okkar eigin íbúð og höldum jólin tvö ein.
Bráðum klukkur hringja,
kalla heims um ból
vonandi þær hringja flestum
gleði- og friðarjól.
Birt af Inga Elínborg kl. 12/24/2005 02:37:00 e.h. |
fimmtudagur, desember 22, 2005
Jæja þá er maður kominn á Íslandið góða. Oh það er svo yndislegt að vera heima um jólin, sjá allar jólaskreytingarnar, hafa svona dimmt og auðvitað geta hitt fjölskyldu og vini.
Fyrsta daginn fórum við auðvitað til Snúðarins okkar, hann þekkti okkur alveg og var ekkert smá ánægður að hafa einhvern sem kann alveg að klappa manni. Ég vildi svo taka allar hinar kisurnar að mér líka en Árni var nú ekki par hrifinn af því, skil ekkert í honum.
Er búin að vera frekar dugleg að hitta vinina, er búin að fara að sjá litlu prinsessuna hjá Hrönn og Axel, maður er nú langsætastur. Hitti svo Ástu og Helgu í gær, alveg yndislegt að sjá þær með bumbu. Við áttum að hitta Helgu á Kastrup og fljúga svo saman heim en þá bilaði vélin sem hún átti að fara með frá Gautaborg til Kaupmannahafnar þannig að hún missti af Icelandair vélinni, ekki skemmtilegt. Sem betur fer náði hún svo reyndar næstu vél en við gátum ekki flogið saman.
Svo er nærri allt búið, eigum bara eftir að kaupa eina gjöf. Erum hinsvegar búin að senda öll jólakort, pakka öllum gjöfum inn og erum bara mest að slappa af. Reyndar finnst mér pínku leiðinlegt að mamma og pabba ætla ekki að hafa skötu þetta árið, mamma nennir ekki að fá lyktina í íbúðina þannig að þau ætla bara að fara eitthvert til að fá sér hana sem þýðir að ég missi af jólalyktinni núna í ár. Ég var nú ekkert neitt voðalega ánægð í gær þegar að mamma sagði mér þetta en skil hana nú alveg :). Enda hefði ég líklegast misst af skötulyktinni því að ég ætla að hjálpa tengdó í búðinni á morgun og verð örugglega langt fram á kvöld þar.
En stressið ykkur ekki um of á jólunum, þau koma alveg sama hvort að það sé búið að þrífa hvern krók og kima eða baka allar smákökutegundirnar. Njótið jólanna og verið góð hvort við annað :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/22/2005 11:36:00 f.h. |
sunnudagur, desember 18, 2005
Jæja, búin að öllu sem þarf að gera áður en við förum til Íslands. Meira að segja búin að pakka þannig að næstu tímar fara í að spila leiki á netinu, búin að finna einn alveg hrikalega skemmtilegan og er eiginlega orðin dálítið háð honum :). En það er allt í lagi, komin í jólafrí og þá á maður bara að vera að dúlla sér og svona.
Annars fórum við á King Kong í gær, oh my god hvað hún er góð. Hef sjaldan lifað mig eins mikið inn í mynd eins og í gær, fann ekkert fyrir því að hún er um þrír tímar. Fór samt að pæla í hvort að Peter Jackson geti gert myndir í venjulegri tímalengd?
Búin að fá rosalega margt flott í skóinn, mest ótrúlega sætt jóladót en svo fékk ég líka Pretty Woman. Yndisleg mynd enda horfði ég á hana sama dag og skemmti mér konunglega yfir henni.
En við tökum semsagt lestina kl. 4:25 til Kastrup. Helgan mín lendir aðeins eftir að komum og svo fljúgum við öll saman heim. Hlakka endalaust mikið til að sjá hana enda er bumban orðin aðeins sýnilegri en þegar að ég fór í október.
Er nú samt voðalega róleg yfir því að við séum að fara til Íslands, var mikið meira spennt í fyrra. Kannski bara byrjuð að venjast því að vera alltaf að fljúga fram og til baka. Hlakka allavega svo mikið til að fara í Kattholt og klappa Snúðinum mínum. Ef að þið viljið sjá mig meðan að ég verð heima þá getið þið fundið mig þar :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/18/2005 10:24:00 e.h. |
laugardagur, desember 17, 2005
Alveg búin að snúa sólarhringnum við, klukkan er núna hálffjögur að nóttu til og ég er glaðvakandi. Árni hlýtur að vera búinn að smita mig af þessari svefnvenju að vaka á nóttunni og sofa svo langt fram á dag. Reyndar sló ég nú öll met í gær (fyrradag í rauninni) þegar að ég fór að sofa á miðnætti, vaknaði eftir fjóra tíma og fór framúr. Var svo auðvitað orðin dauðþreytt um eftirmiðdaginn og lagði mig auðvitað þannig að það er kannski ekki skrýtið að ég skuli vera vakandi núna. Skil ekki hvað hefur komið yfir mig vegna þess að ég er alls ekki nátthrafn. Næ örugglega ekki að snúa sólarhringnum við fyrr en við erum komin til Íslands, þurfum nefnilega að "vakna" kl. 3 á sunnudagsnóttina til að taka lestina til Kastrup. Held að við förum bara ekkert að sofa.
Annars er ég búin að vera hugsa til þess hvað kemur mér í jólaskap. Búin að vera hlusta á Létt í gegnum netið og njóta þess að hlusta á íslensk jólalög, mér finnst þau æði. Mér finnst íslensk jólalög (og þá sérstaklega þessi í eldri kantinum) einhvern veginn koma mér í meira jólaskap heldur en þessi erlendu.
Reyndar held ég að ég komist í mesta jólaskap á Þorláksmessu. Hef eiginlega alltaf eytt deginum í að pakka inn fyrir mömmu og pabba (er alltaf löngu búin að pakka inn okkar gjöfum), hlusta á jólalög og bara njóta þess að vera með foreldrunum. Mamma og pabbi borða alltaf skötu um kvöldið og mér finnst ómissandi að vera með þeim þegar að þau borða, þó að mér finnist skata frekar vond finnst mér skötulyktin svo jólaleg. Svo sýður mamma hangikjötið svona klukkutíma eftir að þau eru búin að borða skötuna og þá kemur þessi yndislega jólalega lykt.
Þegar að ég og Árni bjuggum á Laugateiginum bjuggum við reyndar til okkar eigin hefð, keyptum pússl og við sátum á Þorláksmessukvöld og pússluðum. Vorum með Nóa konfekt til að narta í og jólaöl, hlustuðum á jólalög og höfðum það bara kósý. Ætlum pottþétt að halda í þessa hefð þegar að við kaupum næstu íbúð.
Birt af Inga Elínborg kl. 12/17/2005 02:25:00 f.h. |
þriðjudagur, desember 13, 2005
Fór með Jósu í bíó í gær á myndina Just like heaven. Oh ekkert smá yndisleg mynd og þó nokkur atriði þar sem við lágum í hláturskasti.
Annars er ég bara á fullu að læra núna, þarf að skrifa nokkurs konar inngang fyrir lokaritgerðina mína, ca. 4-5 bls. Þar á að koma fram hvað ég ætla mér að gera, helstu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu efni, af hverju er þetta áhugavert o.s.frv. Þarf að skila þessu fyrir jól þannig að markmiðið er að klára þetta á morgun og þar sem að ég er ekki að fara í nein próf þetta árið þá ætla ég bara að skipa sjálfri mér að fara í jólafrí frá og með fimmtudeginum. Er þá nefnilega búin að öllu fyrir skólann, þarf ekki að skila hugleiðingaritgerðinni fyrr en 10. janúar þannig að ég hef nógan tíma til að lesa yfir hana og fínpússa eftir jólin.
Á fimmtudaginn ætla ég svo að fara niður í bæ og reyna að klára jólagjafirnar sem við eigum eftir. Held að ég hafi aldrei verið svona sein að klára þær, eigum reyndar bara 5 eftir þannig að það verður lítið mál. Er sem betur fer búin með Árna enda finnst mér erfiðast að kaupa handa honum. Annars er honum að batna og fer líklegast í skólann á morgun. Má ekki seinna vera þar sem að hann þarf að skila tveimur stórum verkefnum á föstudaginn en þá er hann búinn með allt sem tengist skólanum fyrir jólin.
Við ætlum svo að skella okkur á King Kong á laugardeginu. Hlakka mikið til þess. Árni ætlar reyndar niður í bæ áður vegna þess að hann á eftir að kaupa jólagjöf handa mér, hann segir að það sé svo erfitt að kaupa handa mér, skil ekkert í honum. Bara kaupa nógu mikið af bókum og þá er ég ánægð :).
Einhvern tímann um helgina ætla ég svo að horfa á Love actually, mér finnst bara vera hluti af aðventunni að horfa á hana. Yndisleg mynd í alla staði, manni líður svo vel þegar að maður er búinn að horfa á hana.
Svo eru tveir jólasveinar búnir að heimsækja okkur. Reyndar átti Árni að fá fyrst í skóinn og svo ég en þar sem að Árni var veikur þá fékk hann tvisvar í skóinn í röð (hafði semsagt gleymt að láta jólasveininn kaupa í skóinn fyrir mig) og þá fæ ég í nótt og næstu nótt. Jólasveinninn var voða góður við Árna og gaf honum Ocean's eleven í gær og svo dagatal með kettlingum, hvolpum og kanínuungum í morgun. Oh ekkert smá sætt. Reyndar spurði Árni hvort að jólasveinninn hefði ruglast í ríminu og haldið að ég ætti að fá gjöfina því að ég var svo ánægð með gjöfina hans. Dýrka dagatöl með dýrum.
Ein jólaminning svona í lokin. Þegar að ég var á skóladagheimilinu lék ég Bjúgnakræki ein jólin, mig minnir að ég hafi verið ca. 7 ára. Bjúgunum var vafið utan um bita í loftinu og hékk smá spotti niður og ég átti að hlaupa þangað og kippa þeim niður. Eitthvað hafði nú gleymst að taka með í reikninginn að ég var ekki sú stærsta í heimi þannig að ég hoppaði á fullu í svona 2-3 mínútur til að ná bjúgunum niður en ekkert gekk. Þurfti loksins að fá hjálp frá einni fóstrunni :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/13/2005 10:56:00 f.h. |
sunnudagur, desember 11, 2005
Kl. 14.31 í dag kom litla prinsessan þeirra Hrannar og Axels í heiminn. Innilega til hamingju með litla gullmolann ykkar, hlökkum endalaust mikið til að sjá hana!!
Maður var nú frekar nettur eða 3325 g og 50 cm.
Þá er fyrsta barnið í þessum vinahóp komið í heiminn og eftir ca. 4 mánuði verða 2 önnur börn búin að bætast í hópinn. Hlakka svo mikið til :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/11/2005 09:01:00 e.h. |
Tengdamamma á afmæli í dag, innilega til hamingju með daginn elsku Ingibjörg.
En svo er auðvitað týpískt að um leið og mér batnaði þá veikist Árni. Alveg ekki gott fyrir hann því að hann þarf að skila tveimur risastórum verkefnum í næstu viku, m.a.s. einu á morgun. En allavega gott að mér skuli vera batnað því að það þarf einhver að stjana við hann, fara út í búð og svona.
Svo eru bara 8 dagar þangað til að við komum heim, jibbí. Get varla beðið eftir að knúsa alla. Árni er búinn að fá próftöfluna sína og hann fer ekki í próf fyrr en 10. -12. janúar þannig að hann þarf ekki að fara 1. janúar. Oh, ég er svo ánægð með það. Ég er svo bara á fullu að hafa samband við fyrirtæki út af lokaritgerðinni þannig að þetta er allt á réttri leið.
Annars fylltist maður þvílíku þjóðarstolti í gær þegar að Unnur Birna var kosin Miss World. Þriðja skiptið sem Ísland vinnur í þessari keppni, annars eru íslenskar konur svo myndarlegar að þetta kemur ekkert á óvart :).
En ætla að halda áfram að stjana við sjúklinginn og vinna í lokaritgerðinni.
Gleðilegan 3. í aðventu :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/11/2005 12:41:00 e.h. |
miðvikudagur, desember 07, 2005
Helga vinkona á afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku Helga mín. Vona að þú eigir góðan dag. Hlakka til að knúsa þig eftir 12 daga :).
Annars er nú mest lítið að frétta, ég er reyndar orðin veik. Er þvílíkt stífluð, með hálsbólgu og höfuðverk þannig að ég er lítið búin að geta lært. Er orðin dálítið stressuð vegna þess að ég ætla að leggja fyrir spurningalista í jólafríinu og þarf þ.a.l. að vera búin að þýða hann en er varla byrjuð. En vonandi batnar mér fljótt.
Sá þetta á netinu og fannst þetta svakalega sætt. Fékk tár í augun meira að segja.
What does love mean? Slow down for three minutes to read this. A group of professional people posed this question to a group of 4 to 8 year-olds, "What does love mean?" The answers they got were broader and deeper than anyone could have imagined. See what you think:
"When my grandmother got arthritis, she couldn't bend over and paint her toenails anymore. So my grandfather does it for her all the time, even when his hands got arthritis too. That's love." Rebecca- age 8
"When someone loves you, the way they say your name is different. You just know that your name is safe in their mouth." Billy - age 4
"Love is when a girl puts on perfume and a boy puts on shaving cologne and they go out and smell each other." Karl - age 5
"Love is when you go out to eat and give somebody most of your French fries without making them give you any of theirs." Chrissy - age 6
"Love is what makes you smile when you're tired." Terri - age 4
"Love is when my mommy makes coffee for my daddy and she takes a sip before giving it to him, to make sure the taste is OK." Danny - age 7
"Love is when you kiss all the time. Then when you get tired of kissing, you still want to be together and you talk more. My Mommy and Daddy are like that. They look gross when they kiss" Emily - age 8
"Love is what's in the room with you at Christmas if you stop opening presents and listen." Bobby - age 7 (Wow!)
"If you want to learn to love better, you should start with a friend who you hate," Nikka - age 6 (we need a few million more Nikka's on this planet)
"Love is when you tell a guy you like his shirt, then he wears it everyday." Noelle - age 7
"Love is like a little old woman and a little old man who are still friends even after they know each other so well." Tommy - age 6
"During my piano recital, I was on a stage and I was scared. I looked at all the people watching me and saw my daddy waving and smiling. He was the only one doing that. I wasn't scared anymore." Cindy - age 8
"My mommy loves me more than anybody . You don't see anyone else kissing me to sleep at night." Clare - age 6
"Love is when Mommy gives Daddy the best piece of chicken." Elaine-age 5
"Love is when Mommy sees Daddy smelly and sweaty and still says he is handsomer than Brad Pitt." Chris - age 7
"Love is when your puppy licks your face even after you left him alone all day." Mary Ann - age 4
"I know my older sister loves me because she gives me all her old clothes and has to go out and buy new ones." Lauren - age 4
"When you love somebody, your eyelashes go up and down and little stars come out of you." (what an image) Karen - age 7
"You really shouldn't say 'I love you' unless you mean it. But if you mean it, you should say it a lot. People forget." Jessica - age 8
And the final one -- Author and lecturer Leo Buscaglia once talked about a contest he was asked to judge. The purpose of the contest was to find the most caring child. The winner was a four year old child whose next door neighbor was an elderly gentleman who had recently lost his wife.
Upon seeing the man cry, the little boy went into the old gentleman's yard, climbed onto his lap, and just sat there. When his Mother asked what he had said to the neighbor, the little boy said, "Nothing, I just helped him cry"
"Though my soul may set in darkness, It will rise in perfect light, I have loved the stars too fondly, To be fearful of the night" Sarah Williams
Birt af Inga Elínborg kl. 12/07/2005 01:19:00 e.h. |
þriðjudagur, desember 06, 2005
Sá þennan lista hjá Jósu og bara varð að "stela" honum :). Vona að það sé í lagi.
En allavega, settu nafnið þitt í komment og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara séns fyrir mig & þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
Birt af Inga Elínborg kl. 12/06/2005 01:37:00 e.h. |
sunnudagur, desember 04, 2005
Jæja, komin frá Kaupmannahöfn. Það var ekkert smá gaman hjá okkur hjónunum. Reyndar byrjaði ferðin ekkert neitt svakalega vel, við löbbuðum út úr rútunni og inn á lestarstöðina. Vorum að kaupa miða þar þegar að Árni fattaði allt í einu að við höfðum gleymt töskunni í rútunni, algjörir álfar. Hlupum út og sáum í endann á rútunni keyra í burtu. Náðum nú samt að hringja í rútufyrirtækið og fengum töskuna okkar aftur og hlógum að þessu alla helgina.
Byrjuðum semsagt að fara á hótelið okkar, vel staðsett eða alveg við aðallestarstöðina og leit ágætlega út fyrir utan það að það mátti reykja alls staðar. Meira að segja ræstingarkonan reykti á meðan hún var að þrífa herbergin. Enda báðum við um að hún myndi ekki þrífa herbergið okkar. Þannig að öll fötin okkar lykta eins og við séum nýkomin af djamminu, ógeðslegt.
Fórum svo í jólatívolí, oh það er svo frábært að labba þarna um. Alveg eins og maður sé komin í ævintýraland. Jólaskreytingar og básar með jóladóti út um allt. Keyptum piparkökukarla og 12 jólakúlur, ógó flott. Vorum þarna í ca. 2 og hálfan tíma. Fórum svo bara snemma heim um kvöldið.
Á laugardaginn byrjuðum við á að fara á skauta á Kongens Nytorv, eða réttara sagt ég fór á skauta og Árni horfði á. Ég var nú reyndar ekki lengi vegna þess að skautarnir meiddu mig svo. Þeir áttu semsagt ekki venjulega skauta í minni stærð heldur bara hokkískauta og þeir voru ekki alveg að gera sig. En samt gaman :).
Kíktum svo á Litlu Hafmeyjuna og fórum svo á vaxmyndasafnið. Ekkert smá gaman, sáum Fredrik og Mary, Mjallhvít og Bangsímon meðal annars. Enduðum daginn á að fara út að borða á Vesuvio sem er á Ráðhústorginu, nammi namm. Rosa góður matur og kíktum svo á bruggstaðinn við Tívolí, man samt ekkert hvað hann heitir.
Tókum svo rútuna kl. hálfníu í morgun og erum komin heim. Yndisleg ferð í alla staði og ég er komin í þvílíkt jólaskap. Við tókum svo nokkrar myndir og þær koma inn á næstu dögum.
Annars á Axel hennar Hrannar afmæli í dag, til hamingju með afmælið Axel!! Heyrðum einmitt í þeim áðan og litla bumbukrúttið er ekkert á leiðinni. Miðað við hvað það var að flýta sér í heiminn fyrir nokkrum vikum þá er það greinilega búið að fatta hvað það er gott að vera bara áfram inni í mallanum á mömmu sinni.
Birt af Inga Elínborg kl. 12/04/2005 01:43:00 e.h. |
fimmtudagur, desember 01, 2005
Ég hélt saumaklúbb í gær fyrir sálfræðiskvísurnar. Reyndar komust ekki allar en við hinar skemmtum okkur bara fyrir þær líka :). Alltaf gaman að hitta þær og spjalla aðeins.
Varð svo andvaka í nótt, vaknaði klukkan fjögur og sofnaði ekki aftur fyrr en níu. Þetta þýddi auðvitað að ég svaf framyfir hádegi, ekki alveg nógu gott. Ætlaði að vera svo dugleg í dag vegna þess að við erum að fara til Kaupmannahafnar á morgun. Hlakka rosa mikið til. Ætlum að prófa að fara með rútunni í fyrsta skipti, munar engu í tíma en alveg miklu ódýrara að taka rútuna miðað við lestina.
Erum eiginlega ekkert búin að plana hvað við ætlum að gera í Kaupmannahöfn, ætlum bara að láta það ráðast. Reyndar ætlum við í jólatívolí á morgun, get varla beðið eftir að sjá allar jólaskreytingarnar þar. Svo var ég að sjá að það er hægt að fara á skauta á einhverju torginu þarna, aldrei að vita nema maður nái að plata manninn í það.
En vonandi eigið þið góða helgi og gleðilega aðventu :).
Birt af Inga Elínborg kl. 12/01/2005 01:32:00 e.h. |
mánudagur, nóvember 28, 2005
Jæja helgin búin! Þvílíkt skemmtileg helgi, það var rosa næs að rölta niðri í bæ á föstudagskvöldið og sjá þegar að kveikt var á ljósunum. Mér finnst ekkert gaman að sjá þegar að þetta er gert heima en hérna er stemmningin allt öðruvísi. Horfðum svo á skrúðgönguna sem var með 5 mismunandi lúðrasveitum, gaman að sjá fólkið spila og hugsa til þess að ég gerði þetta í einhver 5 ár, minnir mig.
Á laugardaginn var svo farið í þrítugsafmælið hans Konna og oh my god hvað það var gaman. Mikið drukkið, hlegið og bara skemmt sér saman. Ég fór svo ásamt Jósu, Konna og tveimur vinum hans Konna niður í bæ á einhvern pöbb og héldum skemmtuninni áfram þar. Enduðum djammið á að fá okkur pizzu og komum okkur svo heim, enda var klukkan orðin hálfsex!! Langt síðan að ég hef verið svona lengi á djamminu enda tók ég það alveg út daginn eftir. Kastaði fjórum sinnum upp, takk fyrir takk. Allt skotunum sem Jósa og Eiki keyptu að þakka. En alveg frábært kvöld í alla staði, takk aftur fyrir okkur Hildur og Konni.
Fór svo í dag og hitti leiðbeinandann minn fyrir ritgerðina, hann samþykkti semsagt hugmyndina mína að lokaverkefni sem er náttúrulega bara frábært. Þegar að ég verð búin með ritgerðina um starfsþjálfunina get ég hellt mér á fullu í lokaverkefnisvinnu. Trúi því varla að á næsta ári þarf ég að fara að sækja um framtíðarvinnu, maður er orðinn svo stór!!
Endaði kvöldið á að kenna Hildi og tengdamömmu hennar magadans. Fannst frekar skrýtið fyrst að dansa fyrir framan aðra en svo vandist maður því bara. Þær stóðu sig rosalega vel en ég held að ég leggi nú þetta ekki fyrir mig. Samt alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/28/2005 11:38:00 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Mikið að gera um helgina, á morgun verður kveikt á ljósunum niðri í bæ og ætlum við að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta þangað. Ætlum svo að fara á einhvern stað á eftir og fá okkur pizzu, nammi namm.
Á laugardaginn er svo þrítugsafmæli hjá Konna hennar Hildar, teitið byrjar kl. 7 þar sem verður boðið upp á mat og alles. Hlakka rosa mikið til.
Sunnudagurinn fer svo líklegast bara í leti, ætla að klára jólasokkinn minn (á bara pínkupons eftir) ásamt því að reyna að finna eitthvað meira að skrifa um í hugleiðingaritgerðinni minni. Er komin með 24.000 slög og vantar þá ca. 14.000 slög í viðbót, vandamálið er að ég er eiginlega búin að skrifa allt sem ég get, hugs hugs.
Þótt að ég hafi sagt þetta áður, þá ætla ég bara að endurtaka mig. Ég á frábærustu og yndislegustu vinkonur í heimi. Þær hittust fyrir stuttu og tóku hittinginn upp með video myndavél. Var að horfa á þetta og það var æðislegt að sjá þær allar (og bumburnar auðvitað líka). Alveg yndislegt að geta fylgst svona með þeim og heyra líka í þeim, enda skemmti ég mér mjög vel yfir þessu. Fannst samt nafnið langbest: Raunveruleikaþáttur um bumbuklúbbinn. Takk elskurnar mínar, þið eruð langbestastar.
Í tilefni fyrsta í aðventu á sunnudaginn, hérna
er sú allra flottasta ljósasýning sem ég hef séð á húsi. Muna að hækka í hátölurunum.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/24/2005 09:48:00 e.h. |
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Fórum í Bilka í gær og náðum að klára stóran hluta af jólagjöfunum þannig að núna eigum við aðeins 6 eftir. Þótt að það taki mann ca. klukkutíma að fara þangað í strætó þá er alltaf svo rosalega gaman þar. Vorum komin um kl. 12 og vorum þar inni í þrjá tíma :). Enda förum við ekki oft þangað, held að þetta sé í fimmta skiptið sem ég hef komið þangað.
Svo tók ég smá forskot á sæluna í gær og skreytti íbúðina, gat ekki beðið lengur. Á bara eftir að fara í Fotex og kaupa aðventukrans og þá er allt tilbúið. Er svo búin að föndra öll jólakortin og á bara eftir að skrifa í þau. Ætla að reyna að klára það í næstu viku sem og jólagjafirnar og þá er bara allt búið sem þarf að gera fyrir þessi jól. Nema auðvitað að pakka inn gjöfunum en það geri ég ekki fyrr en ég kem heim.
Mamma fór í heimsókn til Snúðs á mánudaginn, oh maður var víst alveg rosalega glaður að sjá hana og fá smá klapp frá einhverjum sem maður þekkir. Honum líður bara ágætlega þarna, er byrjaður að borða nóg og leika við hinar kisurnar. Ætla að fara til hans daginn eftir að við lendum. Hlakka svo til að knúsa hann.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/23/2005 12:09:00 e.h. |
mánudagur, nóvember 21, 2005
Þetta var ekkert smá næs helgi. Ég var rosa dugleg við að skrifa ritgerðina mína en tók mér auðvitað góð frí á milli :). Þeim fríum var ýmist eytt við að hlusta á jólalög (já ég veit, dálítið snemmt), sauma í jólasokkinn minn og svo horfðum við hjónin á allar LOTR myndirnar. Alveg frábærar myndir, elska að horfa á þær aftur og aftur, finn alveg ekkert fyrir því að hver mynd er ca. 4 tímar.
Fattaði svo loksins að fara inn á tonlist.is til að niðurhala íslenskum jólalögum, sit núna og er að hlusta á Frostrósir, alveg yndisleg lög með þeim.
Annars á ég fund með kennara á morgun til að ræða um lokaritgerðina mína. Honum leist semsagt bara vel á hugmyndina mína og ætlum við að ræða aðeins betur saman. Þannig að ef hann samþykkir þetta þá verð ég komin með efni fyrir ritgerðina, rosa fínt :).
Ætlum svo niður í bæ í vikunni og reyna að klára eitthvað af jólagjöfunum okkar, erum bara búin með 6 þannig að það er fullt eftir. Svo verður kveikt á jólaljósunum á Strikinu á föstudaginn og við ætlum að fara niður í bæ og fylgjast með því. Oh jólin eru svo æðislegur tími. Svo má ég byrja að skreyta næsta sunnudag, jibbí!
Birt af Inga Elínborg kl. 11/21/2005 12:12:00 f.h. |
mánudagur, nóvember 14, 2005
Seinustu dagar eru búnir að vera æðislegir. Á föstudaginn lá ég uppi í sófa mestallan daginn og horfði á Sex and the city (sem betur fer er í lagi með alla aðra diska). Á laugardaginn var ég svo bara að hafa allt tilbúið fyrir partýið um kvöldið. Þvílíkt skemmtilegt partý, mikið hlegið og mikið drukkið. Fékk rosa flottar gjafir, m.a. kisu sem mjálmar og labbar fram og til baka, svona smá staðgengill fyrir Snúð.
Fórum svo á Gas station og ég dansaði þvílíkt mikið, eitthvað voru stelpurnar samt orðnar þreyttar á að dansa á tímabili því að þær skiptust á að koma á dansgólfið með mér :). Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur.
Sunnudeginum var eytt aftur uppi í sófa að horfa á Sexið. Í dag ætlaði ég svo að vera rosa dugleg að læra en það gekk ekki eftir, er semsagt að verða búin með þriðju seríu, þetta eru bara svoooo skemmtilegir þættir. En ætla nú reyna að vera dugleg á morgun.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/14/2005 09:26:00 e.h. |
laugardagur, nóvember 12, 2005
Jæja fyrst að Helga og Ásta eru báðar byrjaðar að tala um/sýna kúluna sína á blogginu þá má ég líklegast tala um það líka :).
Semsagt Hrönn, Ásta og Helga eru allar óléttar og Hrönn á að eiga í lok desember, Ásta um miðjan mars og Helga um miðjan apríl. Og vegna þess að þær eru svo yndislegar vinkonur þá hittust þær, tóku bumbumyndir og sendu mér. Maður má sko ekki missa af neinu í sambandi við óléttuna.
Ég er líka svo ánægð að koma heim um jólin vegna þess að þá get ég vonandi knúsað barnið hennar Hrannar (ef það kemur á réttum tíma) og séð Helgu og Ástu með enn stærri bumbu, jibbí. Ég er líka ennþá ánægðari með það að við flytjum heim í mars og að það líði ekki lengri tími frá því að Hrönn fæðir og þangað til að ég kem heim. Ásta mín, þú fæðir bara ekkert fyrr en að ég kem heim, samþykkt? Tíhí.
Það verður líka alveg frábært í apríl þegar að Helga á að eiga, hinsvegar held ég að það muni aldrei eftir að klingja eins mikið hjá mér eins og þá, hehe.
Ég á líka alveg yndislega foreldra. Ég saumaði jólapóstpoka fyrir jólin í fyrra en svo er hann bara búin að vera hjá mömmu og pabba vegna þess að það átti eftir að gana alveg frá honum, ætlaði alltaf að gera það þegar að ég væri heima en svo fórst það fyrir. Þau sendu mér hann semsagt í afmælisgjöf, voru búin að láta fóðra hann, sauma hann allan saman og setja hanka í hann þannig að núna á bara eftir að hengja hann upp, oh ég var svo ánægð þegar að ég opnaði pakkann.
En smá nöldurblogg, annar diskurinn í fyrstu seríu Sex and the city er bilaður, það er ekki hægt að horfa á fyrsta eða seinasta þáttinn á disknum. Var sko ekki sátt í gær þegar að ég var að horfa á þetta. Við skoðuðum líka hina diskana og fyrsti diskurinn í seríu 2 er þvílíkt rispaður, ætla að prófa að horfa á hann á eftir en ég verð rosalega fúl ef að hann virkar ekki heldur. Hinir diskarnir litu allt í lagi út en Árni ætlar að fara í næstu viku og heimta að við fáum nýjan disk.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/12/2005 09:35:00 f.h. |
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Jæja þá er maður víst orðinn árinu eldri :), alltaf gaman að eiga afmæli. Sollý á líka afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku systir.
Ég fékk pening í afmælisgjöf bæði frá mömmu & pabba og tengdó og ég fór niður í bæ í gær og verslaði fullt. Keypti mér undirföt, snyrtivörur og tvö hálsmen og ég á ennþá pening eftir, ekkert smá gaman.
Helga sendi mér svo pakka og í honum voru sætustu náttföt í heimi, takk Helga mín. Ástin mín gaf mér svo allar seríurnar af Sex and the city, alveg alltof mikið. Ég dýrka samt hvernig búið er um seríurnar, eru í skókassa, algjör snilld. Svo fékk ég líka eina bók, það er sko ekki afmæli/jól án þess að fá bók. Laufey, Eiður og fjölskylda gáfu mér svo kisupússl, ekkert smá sætt, takk fyrir það.
Í dag ætla ég svo að njóta þess að læra ekki, hjúfra mig undir teppi í sófanum mínum og lesa nýju bókina mína. Uhmmm æðislegur dagur :).
Annars er ég nú með fréttir, við komum heim um jólin!! Bergþór pabbi beit það í sig að hann ætlaði nú ekki að leyfa okkur að halda jólin í öðru landi og hann bauðst til þess að borga farið fyrir okkur heim, alveg ótrúlega góður við okkur, algjört yndi. Ég var nú sterk í fyrstu skiptin sem hann bauð okkur þetta og sagði alltaf nei en svo lét ég undan í gær. Þannig að við lendum 19. des og fljúgum aftur út 1. jan, þorðum allavega ekki að panta annan dag vegna þess að próftímabilið hjá Árna er frá 2. jan. En ef það kemur í ljós að hann fer seinna í próf þá breytum við líklegast miðanum. Takk elsku pabbi minn :).
Þannig að ég er bara byrjuð að hlakka til að sjá alla, veit alveg að eyða einum jólum ekki á Íslandi er ekki mikið þegar að maður lítur á lífið í heild sinni. En ég er samt svaka ánægð að geta komið heim í faðm fjölskyldunnar og njóta þess að vera með þeim sem mér þykir vænt um. Ætla einmitt að fara eins oft og ég get í Kattholt til að klappa Snúðinum mínum.
Birt af Inga Elínborg kl. 11/10/2005 08:10:00 f.h. |