Fórum í Bilka í gær og náðum að klára stóran hluta af jólagjöfunum þannig að núna eigum við aðeins 6 eftir. Þótt að það taki mann ca. klukkutíma að fara þangað í strætó þá er alltaf svo rosalega gaman þar. Vorum komin um kl. 12 og vorum þar inni í þrjá tíma :). Enda förum við ekki oft þangað, held að þetta sé í fimmta skiptið sem ég hef komið þangað.
Svo tók ég smá forskot á sæluna í gær og skreytti íbúðina, gat ekki beðið lengur. Á bara eftir að fara í Fotex og kaupa aðventukrans og þá er allt tilbúið. Er svo búin að föndra öll jólakortin og á bara eftir að skrifa í þau. Ætla að reyna að klára það í næstu viku sem og jólagjafirnar og þá er bara allt búið sem þarf að gera fyrir þessi jól. Nema auðvitað að pakka inn gjöfunum en það geri ég ekki fyrr en ég kem heim.
Mamma fór í heimsókn til Snúðs á mánudaginn, oh maður var víst alveg rosalega glaður að sjá hana og fá smá klapp frá einhverjum sem maður þekkir. Honum líður bara ágætlega þarna, er byrjaður að borða nóg og leika við hinar kisurnar. Ætla að fara til hans daginn eftir að við lendum. Hlakka svo til að knúsa hann.
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 11/23/2005 12:09:00 e.h.
|