fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Jæja þá er maður víst orðinn árinu eldri :), alltaf gaman að eiga afmæli. Sollý á líka afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku systir.
Ég fékk pening í afmælisgjöf bæði frá mömmu & pabba og tengdó og ég fór niður í bæ í gær og verslaði fullt. Keypti mér undirföt, snyrtivörur og tvö hálsmen og ég á ennþá pening eftir, ekkert smá gaman.
Helga sendi mér svo pakka og í honum voru sætustu náttföt í heimi, takk Helga mín. Ástin mín gaf mér svo allar seríurnar af Sex and the city, alveg alltof mikið. Ég dýrka samt hvernig búið er um seríurnar, eru í skókassa, algjör snilld. Svo fékk ég líka eina bók, það er sko ekki afmæli/jól án þess að fá bók. Laufey, Eiður og fjölskylda gáfu mér svo kisupússl, ekkert smá sætt, takk fyrir það.
Í dag ætla ég svo að njóta þess að læra ekki, hjúfra mig undir teppi í sófanum mínum og lesa nýju bókina mína. Uhmmm æðislegur dagur :).

Annars er ég nú með fréttir, við komum heim um jólin!! Bergþór pabbi beit það í sig að hann ætlaði nú ekki að leyfa okkur að halda jólin í öðru landi og hann bauðst til þess að borga farið fyrir okkur heim, alveg ótrúlega góður við okkur, algjört yndi. Ég var nú sterk í fyrstu skiptin sem hann bauð okkur þetta og sagði alltaf nei en svo lét ég undan í gær. Þannig að við lendum 19. des og fljúgum aftur út 1. jan, þorðum allavega ekki að panta annan dag vegna þess að próftímabilið hjá Árna er frá 2. jan. En ef það kemur í ljós að hann fer seinna í próf þá breytum við líklegast miðanum. Takk elsku pabbi minn :).
Þannig að ég er bara byrjuð að hlakka til að sjá alla, veit alveg að eyða einum jólum ekki á Íslandi er ekki mikið þegar að maður lítur á lífið í heild sinni. En ég er samt svaka ánægð að geta komið heim í faðm fjölskyldunnar og njóta þess að vera með þeim sem mér þykir vænt um. Ætla einmitt að fara eins oft og ég get í Kattholt til að klappa Snúðinum mínum.