Mikið að gera um helgina, á morgun verður kveikt á ljósunum niðri í bæ og ætlum við að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta þangað. Ætlum svo að fara á einhvern stað á eftir og fá okkur pizzu, nammi namm.
Á laugardaginn er svo þrítugsafmæli hjá Konna hennar Hildar, teitið byrjar kl. 7 þar sem verður boðið upp á mat og alles. Hlakka rosa mikið til.
Sunnudagurinn fer svo líklegast bara í leti, ætla að klára jólasokkinn minn (á bara pínkupons eftir) ásamt því að reyna að finna eitthvað meira að skrifa um í hugleiðingaritgerðinni minni. Er komin með 24.000 slög og vantar þá ca. 14.000 slög í viðbót, vandamálið er að ég er eiginlega búin að skrifa allt sem ég get, hugs hugs.
Þótt að ég hafi sagt þetta áður, þá ætla ég bara að endurtaka mig. Ég á frábærustu og yndislegustu vinkonur í heimi. Þær hittust fyrir stuttu og tóku hittinginn upp með video myndavél. Var að horfa á þetta og það var æðislegt að sjá þær allar (og bumburnar auðvitað líka). Alveg yndislegt að geta fylgst svona með þeim og heyra líka í þeim, enda skemmti ég mér mjög vel yfir þessu. Fannst samt nafnið langbest: Raunveruleikaþáttur um bumbuklúbbinn. Takk elskurnar mínar, þið eruð langbestastar.
Í tilefni fyrsta í aðventu á sunnudaginn, hérna
er sú allra flottasta ljósasýning sem ég hef séð á húsi. Muna að hækka í hátölurunum.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 11/24/2005 09:48:00 e.h.
|