þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Fór í saumó með sálfræðiskvísunum í gær. Ekkert smá gaman að hitta þær allar eftir svona langan tíma :). Hlógum endalaust mikið eins og alltaf þegar að við hittumst.
Þóra kom með Margréti dóttur sína sem er aðeins 5 vikna enda stal hún alveg athyglinni, ekkert smá mikil dúlla.

Dagarnir eru allir voðalega líkir núna, vakna og fer að skrifa þessa blessuðu ritgerð. Er reyndar búin að fá svar frá kennaranum í sambandi við mastersritgerðina þannig að vonandi fara hjólin að snúast með hana.