laugardagur, nóvember 12, 2005

Jæja fyrst að Helga og Ásta eru báðar byrjaðar að tala um/sýna kúluna sína á blogginu þá má ég líklegast tala um það líka :).
Semsagt Hrönn, Ásta og Helga eru allar óléttar og Hrönn á að eiga í lok desember, Ásta um miðjan mars og Helga um miðjan apríl. Og vegna þess að þær eru svo yndislegar vinkonur þá hittust þær, tóku bumbumyndir og sendu mér. Maður má sko ekki missa af neinu í sambandi við óléttuna.
Ég er líka svo ánægð að koma heim um jólin vegna þess að þá get ég vonandi knúsað barnið hennar Hrannar (ef það kemur á réttum tíma) og séð Helgu og Ástu með enn stærri bumbu, jibbí. Ég er líka ennþá ánægðari með það að við flytjum heim í mars og að það líði ekki lengri tími frá því að Hrönn fæðir og þangað til að ég kem heim. Ásta mín, þú fæðir bara ekkert fyrr en að ég kem heim, samþykkt? Tíhí.
Það verður líka alveg frábært í apríl þegar að Helga á að eiga, hinsvegar held ég að það muni aldrei eftir að klingja eins mikið hjá mér eins og þá, hehe.

Ég á líka alveg yndislega foreldra. Ég saumaði jólapóstpoka fyrir jólin í fyrra en svo er hann bara búin að vera hjá mömmu og pabba vegna þess að það átti eftir að gana alveg frá honum, ætlaði alltaf að gera það þegar að ég væri heima en svo fórst það fyrir. Þau sendu mér hann semsagt í afmælisgjöf, voru búin að láta fóðra hann, sauma hann allan saman og setja hanka í hann þannig að núna á bara eftir að hengja hann upp, oh ég var svo ánægð þegar að ég opnaði pakkann.

En smá nöldurblogg, annar diskurinn í fyrstu seríu Sex and the city er bilaður, það er ekki hægt að horfa á fyrsta eða seinasta þáttinn á disknum. Var sko ekki sátt í gær þegar að ég var að horfa á þetta. Við skoðuðum líka hina diskana og fyrsti diskurinn í seríu 2 er þvílíkt rispaður, ætla að prófa að horfa á hann á eftir en ég verð rosalega fúl ef að hann virkar ekki heldur. Hinir diskarnir litu allt í lagi út en Árni ætlar að fara í næstu viku og heimta að við fáum nýjan disk.