mánudagur, nóvember 14, 2005

Seinustu dagar eru búnir að vera æðislegir. Á föstudaginn lá ég uppi í sófa mestallan daginn og horfði á Sex and the city (sem betur fer er í lagi með alla aðra diska). Á laugardaginn var ég svo bara að hafa allt tilbúið fyrir partýið um kvöldið. Þvílíkt skemmtilegt partý, mikið hlegið og mikið drukkið. Fékk rosa flottar gjafir, m.a. kisu sem mjálmar og labbar fram og til baka, svona smá staðgengill fyrir Snúð.
Fórum svo á Gas station og ég dansaði þvílíkt mikið, eitthvað voru stelpurnar samt orðnar þreyttar á að dansa á tímabili því að þær skiptust á að koma á dansgólfið með mér :). Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur.
Sunnudeginum var eytt aftur uppi í sófa að horfa á Sexið. Í dag ætlaði ég svo að vera rosa dugleg að læra en það gekk ekki eftir, er semsagt að verða búin með þriðju seríu, þetta eru bara svoooo skemmtilegir þættir. En ætla nú reyna að vera dugleg á morgun.