Þetta var ekkert smá næs helgi. Ég var rosa dugleg við að skrifa ritgerðina mína en tók mér auðvitað góð frí á milli :). Þeim fríum var ýmist eytt við að hlusta á jólalög (já ég veit, dálítið snemmt), sauma í jólasokkinn minn og svo horfðum við hjónin á allar LOTR myndirnar. Alveg frábærar myndir, elska að horfa á þær aftur og aftur, finn alveg ekkert fyrir því að hver mynd er ca. 4 tímar.
Fattaði svo loksins að fara inn á tonlist.is til að niðurhala íslenskum jólalögum, sit núna og er að hlusta á Frostrósir, alveg yndisleg lög með þeim.
Annars á ég fund með kennara á morgun til að ræða um lokaritgerðina mína. Honum leist semsagt bara vel á hugmyndina mína og ætlum við að ræða aðeins betur saman. Þannig að ef hann samþykkir þetta þá verð ég komin með efni fyrir ritgerðina, rosa fínt :).
Ætlum svo niður í bæ í vikunni og reyna að klára eitthvað af jólagjöfunum okkar, erum bara búin með 6 þannig að það er fullt eftir. Svo verður kveikt á jólaljósunum á Strikinu á föstudaginn og við ætlum að fara niður í bæ og fylgjast með því. Oh jólin eru svo æðislegur tími. Svo má ég byrja að skreyta næsta sunnudag, jibbí!
mánudagur, nóvember 21, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 11/21/2005 12:12:00 f.h.
|