mánudagur, nóvember 28, 2005

Jæja helgin búin! Þvílíkt skemmtileg helgi, það var rosa næs að rölta niðri í bæ á föstudagskvöldið og sjá þegar að kveikt var á ljósunum. Mér finnst ekkert gaman að sjá þegar að þetta er gert heima en hérna er stemmningin allt öðruvísi. Horfðum svo á skrúðgönguna sem var með 5 mismunandi lúðrasveitum, gaman að sjá fólkið spila og hugsa til þess að ég gerði þetta í einhver 5 ár, minnir mig.

Á laugardaginn var svo farið í þrítugsafmælið hans Konna og oh my god hvað það var gaman. Mikið drukkið, hlegið og bara skemmt sér saman. Ég fór svo ásamt Jósu, Konna og tveimur vinum hans Konna niður í bæ á einhvern pöbb og héldum skemmtuninni áfram þar. Enduðum djammið á að fá okkur pizzu og komum okkur svo heim, enda var klukkan orðin hálfsex!! Langt síðan að ég hef verið svona lengi á djamminu enda tók ég það alveg út daginn eftir. Kastaði fjórum sinnum upp, takk fyrir takk. Allt skotunum sem Jósa og Eiki keyptu að þakka. En alveg frábært kvöld í alla staði, takk aftur fyrir okkur Hildur og Konni.

Fór svo í dag og hitti leiðbeinandann minn fyrir ritgerðina, hann samþykkti semsagt hugmyndina mína að lokaverkefni sem er náttúrulega bara frábært. Þegar að ég verð búin með ritgerðina um starfsþjálfunina get ég hellt mér á fullu í lokaverkefnisvinnu. Trúi því varla að á næsta ári þarf ég að fara að sækja um framtíðarvinnu, maður er orðinn svo stór!!

Endaði kvöldið á að kenna Hildi og tengdamömmu hennar magadans. Fannst frekar skrýtið fyrst að dansa fyrir framan aðra en svo vandist maður því bara. Þær stóðu sig rosalega vel en ég held að ég leggi nú þetta ekki fyrir mig. Samt alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.