Ég hélt saumaklúbb í gær fyrir sálfræðiskvísurnar. Reyndar komust ekki allar en við hinar skemmtum okkur bara fyrir þær líka :). Alltaf gaman að hitta þær og spjalla aðeins.
Varð svo andvaka í nótt, vaknaði klukkan fjögur og sofnaði ekki aftur fyrr en níu. Þetta þýddi auðvitað að ég svaf framyfir hádegi, ekki alveg nógu gott. Ætlaði að vera svo dugleg í dag vegna þess að við erum að fara til Kaupmannahafnar á morgun. Hlakka rosa mikið til. Ætlum að prófa að fara með rútunni í fyrsta skipti, munar engu í tíma en alveg miklu ódýrara að taka rútuna miðað við lestina.
Erum eiginlega ekkert búin að plana hvað við ætlum að gera í Kaupmannahöfn, ætlum bara að láta það ráðast. Reyndar ætlum við í jólatívolí á morgun, get varla beðið eftir að sjá allar jólaskreytingarnar þar. Svo var ég að sjá að það er hægt að fara á skauta á einhverju torginu þarna, aldrei að vita nema maður nái að plata manninn í það.
En vonandi eigið þið góða helgi og gleðilega aðventu :).
fimmtudagur, desember 01, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 12/01/2005 01:32:00 e.h.
|