Jæja þá er maður kominn á Íslandið góða. Oh það er svo yndislegt að vera heima um jólin, sjá allar jólaskreytingarnar, hafa svona dimmt og auðvitað geta hitt fjölskyldu og vini.
Fyrsta daginn fórum við auðvitað til Snúðarins okkar, hann þekkti okkur alveg og var ekkert smá ánægður að hafa einhvern sem kann alveg að klappa manni. Ég vildi svo taka allar hinar kisurnar að mér líka en Árni var nú ekki par hrifinn af því, skil ekkert í honum.
Er búin að vera frekar dugleg að hitta vinina, er búin að fara að sjá litlu prinsessuna hjá Hrönn og Axel, maður er nú langsætastur. Hitti svo Ástu og Helgu í gær, alveg yndislegt að sjá þær með bumbu. Við áttum að hitta Helgu á Kastrup og fljúga svo saman heim en þá bilaði vélin sem hún átti að fara með frá Gautaborg til Kaupmannahafnar þannig að hún missti af Icelandair vélinni, ekki skemmtilegt. Sem betur fer náði hún svo reyndar næstu vél en við gátum ekki flogið saman.
Svo er nærri allt búið, eigum bara eftir að kaupa eina gjöf. Erum hinsvegar búin að senda öll jólakort, pakka öllum gjöfum inn og erum bara mest að slappa af. Reyndar finnst mér pínku leiðinlegt að mamma og pabba ætla ekki að hafa skötu þetta árið, mamma nennir ekki að fá lyktina í íbúðina þannig að þau ætla bara að fara eitthvert til að fá sér hana sem þýðir að ég missi af jólalyktinni núna í ár. Ég var nú ekkert neitt voðalega ánægð í gær þegar að mamma sagði mér þetta en skil hana nú alveg :). Enda hefði ég líklegast misst af skötulyktinni því að ég ætla að hjálpa tengdó í búðinni á morgun og verð örugglega langt fram á kvöld þar.
En stressið ykkur ekki um of á jólunum, þau koma alveg sama hvort að það sé búið að þrífa hvern krók og kima eða baka allar smákökutegundirnar. Njótið jólanna og verið góð hvort við annað :).
fimmtudagur, desember 22, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 12/22/2005 11:36:00 f.h.
|