Jæja, búin að öllu sem þarf að gera áður en við förum til Íslands. Meira að segja búin að pakka þannig að næstu tímar fara í að spila leiki á netinu, búin að finna einn alveg hrikalega skemmtilegan og er eiginlega orðin dálítið háð honum :). En það er allt í lagi, komin í jólafrí og þá á maður bara að vera að dúlla sér og svona.
Annars fórum við á King Kong í gær, oh my god hvað hún er góð. Hef sjaldan lifað mig eins mikið inn í mynd eins og í gær, fann ekkert fyrir því að hún er um þrír tímar. Fór samt að pæla í hvort að Peter Jackson geti gert myndir í venjulegri tímalengd?
Búin að fá rosalega margt flott í skóinn, mest ótrúlega sætt jóladót en svo fékk ég líka Pretty Woman. Yndisleg mynd enda horfði ég á hana sama dag og skemmti mér konunglega yfir henni.
En við tökum semsagt lestina kl. 4:25 til Kastrup. Helgan mín lendir aðeins eftir að komum og svo fljúgum við öll saman heim. Hlakka endalaust mikið til að sjá hana enda er bumban orðin aðeins sýnilegri en þegar að ég fór í október.
Er nú samt voðalega róleg yfir því að við séum að fara til Íslands, var mikið meira spennt í fyrra. Kannski bara byrjuð að venjast því að vera alltaf að fljúga fram og til baka. Hlakka allavega svo mikið til að fara í Kattholt og klappa Snúðinum mínum. Ef að þið viljið sjá mig meðan að ég verð heima þá getið þið fundið mig þar :).
sunnudagur, desember 18, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 12/18/2005 10:24:00 e.h.
|