Við erum búin að hafa það rosalega gott undanfarna daga, eiginlega of gott. Alveg búin að snúa sólarhringnum við og maður er síborðandi.
Annars var aðfangadagur svaka næs, maturinn hjá mömmu bregst auðvitað aldrei og við fengum margar fallegar gjafir og jólakort. Takk fyrir okkur elskurnar. Á jóladag var svo boð hjá báðum fjölskyldunum þannig að við þurfum að skipta okkur en á annan í jólum var bara slappað af. Reyndar fórum við til vina hans Árna og spiluðum Scene it sem er kvikmyndaspil, geðveikt gaman. Árni og Nonni eru kannski ekki alveg þeir skemmtilegustu í þessu spili, kunna allar myndir og alla leikara utanað en ég og Auður vorum nú nokkuð góðar líka :).
Í gær var svo jólasaumó hjá Ingibjörgu, þvílíkar kræsingar í boði og alltaf svo gaman að hitta allar vinkonurnar + mennina þeirra sem fá alltaf að fljóta með í jólasaumóinn.
En í dag á svo Karen mín afmæli og meira að segja stórafmæli. Innilega til hamingju með 25 ára afmælið elsku Karen. Njóttu dagsins í alla staði og við bíðum spennt eftir föstudeginum :).
miðvikudagur, desember 28, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 12/28/2005 02:43:00 e.h.
|