laugardagur, desember 31, 2005

Þvílíkt mikið að gera hjá okkur þessa dagana. Fórum með Grétari og Karen á Narníu myndina á afmælisdaginn hennar Karenar, mjög skemmtileg mynd og þótt að hún sé stíluð mjög inn á börn þá naut ég hennar alveg í botn.

Á fimmtudaginn var svo jólasaumó hjá hinum vinahópnum mínum. Ákváðum bara að kaupa okkur mat frá American Style og svo var borðað, spjallað og litla prinsessan þeirra Hrannar og Axels fékk að ganga á milli svo að allir fengu að halda á henni. Maður er alveg langsætastur. Það á einmitt að skíra hana 2. janúar, hlakka mjög til að vita nafnið vegna þess að ég tel mig vita hvað hún á að heita :).

Í gær hélt Karen upp á afmælið sitt, við skemmtum okkur svakalega vel. Dönsuðum út í eitt (þ.e.a.s. ég, Árni dansar nú voða lítið) og alltaf svo gaman að hitta vinina og djamma saman. Þetta var bara með bestu partýum sem ég hef farið í. Um hálfþrjú ætluðum við svo að fara heim en ákváðum að taka einn hring á Glaum áður. Þar hittum við nokkra af vinum hans Árna og djömmuðum með þeim til að verða 5. Frábært kvöld :). Svo var auðvitað farið á Hlölla um morguninn, nammi namm.

Ég ætlaði að skrifa smá pistil um árið 2005 en eftir nokkrar tilraunir ákvað ég bara að sleppa því. Finn einhvern veginn ekki réttu orðin. Ætla því bara að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi á árið 2006 eftir að veita ykkur mikla gæfu og gleði.