sunnudagur, janúar 01, 2006

Bergþór pabbi er 65 ára í dag, var einmitt fyrsta barn ársins, árið 1941. Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn.

Annars voru áramótin frekar róleg hjá okkur. Við vorum í sitthvoru lagi um kvöldmatinn þar sem að ég vil fá mín svið með mömmu og pabba. Ég fór svo til Árna eftir skaupið og við vorum saman þegar að nýja árið gekk í garð. Þar sem að Árna leið eitthvað illa vorum við svo bara heima að slappa af. Voða næs.
Mér fannst skaupið bara ágætt þetta árið, Björgvin stal samt alveg senunni með öllum eftirhermunum sínum, alveg frábær.

Áramótaheitin mín voru nokkur þetta árið en ég ætla ekki að upplýsa þau hérna á blogginu. Aldrei að vita nema að ég segi frá þegar að ég verð búin að ná þeim markmiðum (veit að þið bíðið spennt, tíhí).