Vá hvað strákarnir okkar stóðu sig vel gagnvart Rússum!! Unnu með tveimur stigum, þvílíkt flott hjá þeim. Hlustaði á leikinn í gegnum netið og iðaði í sætinu allan tímann.
Annars er ég að horfa núna á Brokeback Mountain, Heath Ledger og Jake Gyllenhaal sýna báðir stórleik. Skil mjög vel að þessi mynd hafi fengið flestar tilnefningar til Óskarsins, sorgleg en jafnframt ótrúlega góð.
Það er allt vitlaust hérna í Danmörku út af því að Jyllands-Posten birti skopmyndir af Múhameð og hefur þetta vakið mikla reiði hjá múslimum. Þeir hvetja t.d. til þess að fólk í Sádi-Arabíu hætti að kaupa danskar vörur (og í mörgum verslunum hafa allar danskar vörur verið teknar úr hillunum) og Líbýa tilkynnti í gær að sendiráð þeirra í Danmörku myndi loka til að mótmæla þessari birtingu. Þetta er afar viðkvæmt mál og þótt að Jyllands-Posten hafi beðist afsökunar í dag þá virðist það engu máli skipta. Ég ætla nú ekki að taka neina afstöðu í þessu máli, vona bara að þetta leysist fljótlega.
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 1/31/2006 04:14:00 e.h.
|