Ég er ekki alveg nógu ánægð með heilsuna hjá mér upp á síðkastið. Fór semsagt ekkert út frá þriðjudegi til föstudagskvölds til að vera alveg viss um að ná þessari flensu úr mér og ég hélt að ég væri alveg búin að ná mér. En á laugardagsnótt vaknaði ég með þessa þvílíku magaverki og kastaði upp meirihlutann af sunnudeginum. Ekki alveg nógu gott. Er búin að vera hálf tuskuleg síðan með bakverki og magaverki, skil þetta ekki.
En fyrir utan veikindin á sunnudag var helgin frábær. Fögnuðum því að bæði Grétar og Karen eru komin með mastersgráðu, þið eruð svo klár :). Til hamingju aftur með árangurinn, við erum svo stolt af ykkur. Fengum geðveikan mat hjá Tótu og Gumma og svo var bara setið og spjallað fram á nótt. Við fórum svo líka til þeirra á laugardagskvöldið og héldum smá spilakvöld. Takk kærlega fyrir okkur, skemmtum okkur þvílíkt vel. Hinsvegar er alltaf leiðinlegt að kveðja Grétar og Karen, hefðum viljum að þau hefðu verið lengur.
Svo er ég búin að fá seinustu einkunnina mína fyrir haustönnina, fékk "staðið" fyrir hugleiðingaritgerðina mína um starfsþjálfunina. Voða sátt við það :).
mánudagur, janúar 23, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 1/23/2006 10:55:00 e.h.
|