föstudagur, janúar 06, 2006

Jæja þá er Árninn minn að fara út á morgun. Við verðum nú ekki lengi í sundur þetta skiptið eða aðeins 9 daga. Var einmitt að laga til í herberginu okkar hjá tengdó og ég varð svo ánægð þegar að ég fattaði að þetta er í síðasta skiptið sem við þurfum að búa í ferðatösku yfir jólin. Við erum reyndar mjög heppin með það að meiri hlutinn af gamla dótinu okkar er ennþá í herberginu sem er frábært en þegar að maður er á Íslandi í þrjár vikur og er bara í einu herbergi þá er eitthvað svo lítið pláss fyrir öll fötin, allar jólagjafirnar og allt draslið sem virðist alltaf fylgja manni :). Hlakka mjög til næstu jóla þegar að við verðum vonandi komin í okkar eigin íbúð.

Vorum einmitt að skoða íbúðir á netinu í gær og við sáum eina æðislega. Alveg glæný og er á Eskivöllum í Hafnarfirði (sem er eins og allir vita besta bæjarfélagið, tíhí). Það kom mér nú eiginlega á óvart að Árni skyldi fíla hana vegna þess að hann hefur nú ekki verið á þeim buxunum að vilja kaupa í Hafnarfirði. Þessi tiltekna íbúð á að kosta um 18 milljónir sem er nú reyndar í dýrari kantinum en á móti kemur að hún er 4 herbergja þannig að við gætum verið í henni í mörg ár. Þegar að maður sér svona fullkomna íbúð þá sér maður oggulítið eftir því að hafa selt Laugateiginn en hins vegar voru leigjendurnir svo ömurlegir að þeir væru örugglega búnir að brenna íbúðina í dag. En svona er lífið, þýðir nú ekki mikið að vera að pæla í því sem maður gerði fyrir tveimur árum. Vonandi fáum við bara bæði ágæta vinnu þegar að við erum búin með námið okkar svo að við getum keypt okkur sem fyrst.