þriðjudagur, janúar 03, 2006

Var að horfa á kosningu Íþróttamanns ársins og vá hvað ég varð pirruð á valinu. Að mínu mati hefur Eiður Smári ekki gert neitt til þess að vera verðugur þess að vera valinn. Mér finnst að Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður hefði frekar átt að vera kosinn, hann er markahæsti leikmaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein besta deild heims og stendur sig alltaf frábærlega með íslenska landsliðinu.
Á hinn bóginn er alveg hægt að segja að Eiður sé nú líka í bestu fótboltadeild heims og að hann standi sig alveg líka vel með landsliðinu okkar en mér finnst árangurinn hans Guðjóns mikið betri á alla kanta.

Reyndar fannst mér nú frekar fallegt hjá Eið að hann gaf peninginn sem hann fékk til Einstakra barna en mér finnst samt sem áður að Guðjón hefði átt þetta meira skilið.