Jæja, þá er ég komin aftur "heim" til Danmerkur. Voða gott að sofa í rúminu sínu og auðvitað ennþá betra að knúsa Árnann minn. Reyndar sló mér nú eiginlega niður í ferðalaginu í gær og er þess vegna bara búin að liggja uppi í rúmi í allan dag og reyna að taka því rólega.
Annars var alveg æðislega skemmtilegt á Íslandi, alltaf jafn yndislegt að hitta fjölskylduna sína og vini. Hlakka svo mikið til að flytja heim í apríl, föst dagsetning er reyndar ekki ennþá komin en við stefnum á að koma á bilinu 8. - 15. apríl.
Svo vildi ég líka bara óska Sólveigu systur til hamingju með útskriftina (reyndar útskrifaðist hún í desember en hélt ekki upp á það fyrr en seinustu helgi). Hún er semsagt orðin sjúkraliði, rosa stolt af henni. Hlýtur að vera rosa erfitt að vera í 100% starfi, 100% námi og þar að auki einstæð móðir.
En svo hitti ég gamla vinkonu úr lúðrasveitinni á Kastrup. Það var reyndar frekar fyndið, við spjölluðum smá saman meðan að við vorum að bíða eftir töskunum (vorum í sama flugi) og þá kom í ljós að hún var að fara til Horsens sem er rétt hjá Århus. Hún fékk töskurnar sínar á undan mér og fór að fá sér að borða og við ætluðum kannski að hittast í lestinni. Svo kom í ljós að við höfðum fengið sæti beint á móti hvor annarri, ekkert smá gaman að ná aðeins að spjalla meira við hana.
Ég er alveg búin að missa sambandið við flesta úr lúðrasveitinni, sem mér finnst frekar leiðinlegt. Þetta fólk var nefnilega þvílíkt stór hluti af lífi mínu í svona 5 ár, æfingar þrisvar í viku og svo var auðvitað farið í æfingaferðir, til útlanda og margt fleira. Vorum einmitt að tala um að við þyrftum að hafa smá reunion. Aldrei að vita nema maður fari í að skipuleggja það :).
Næstu vikur verða nú örugglega frekar rólegar, ætla að fara að koma mér á fullt í ritgerðinni minni enda á ég að skila henni fyrir 1. júlí. Förum reyndar í mat til Tótu og Gumma á föstudaginn og hittum þá Karen og Grétar þar, jibbí. Það verður ekkert smá æðislegt að sjá þau öll :).
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 1/17/2006 10:40:00 e.h.
|