Ég er svo stolt af strákunum okkar. Þótt að þeir hafi ekki sigrað Króatana þá stóðu þeir samt uppi í hárinu á Ólympíumeisturunum. Það sem mér finnst nú samt sárast er að núna er það í höndum annarra hvort að þeir komist áfram í undanúrslitin, þ.e.a.s. þótt að við vinnum Noreg þá þurfa aðrir að tapa til að við komumst áfram. En maður vonar bara það besta.
Hinsvegar er ég ekkert smá fúl út í danska sjónvarpið, þeir sýna eiginlega alltaf tvo leiki á dag en aldrei íslensku leikina, ullabara. Ég ætlaði auðvitað að horfa á þegar að við spiluðum á móti Dönum en sofnaði rétt áður en leikurinn byrjaði (var eitthvað voðalega þreytt það kvöld). Þannig að núna verða strákarnir að komast áfram því að þá get ég vonandi séð þá í sjónvarpinu :).
Annars væri ég alveg til í að vera heima núna, fyrir utan hvað það er gaman að geta horft á leikina í sjónvarpi þá er bara alltaf svo mikil stemmning heima fyrir handboltanum. Reyndar er ég mjög þakklát fyrir að geta hlustað á leikina í gegnum netið, veit ekki hvað ég myndi gera ef það væri ekki hægt.
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 2/02/2006 07:33:00 f.h.
|