Gærkvöldið fór nú aðeins öðruvísi en planað var. Ég og Hildur ákváðum semsagt bara að slá þessu kvöldi upp í allsherjar djamm. Fórum niður í bæ um miðnætti en skildum strákana eftir heima hjá þeim sötrandi rauðvín. Þræddum nokkra staði áður en við enduðum á Gas station og dönsuðum frá okkur allt vit :). Alveg frábært kvöld, skemmti mér þvílíkt vel enda fórum við ekki heim fyrr en um fimmleytið.
Dagurinn í dag er svo bara búinn að fara í rólegheit. Horfði auðvitað á Tíminn líður hratt, dýrka þennan þátt og er einmitt búin að safna nokkrum spurningum í sarpinn fyrir Eurovisionpartý. Forkeppni Dana fyrir Eurovision var einmitt í gær og vann 17 ára stelpa frá Árósum keppnina. Ég man nú ekkert hvað hún heitir því að ég vildi að annað lag myndi vinna sem bar nafnið En som dig. Þvílíkt flott lag en Danir voru greinilega ekki sammála mér og Hildi.
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 2/12/2006 03:40:00 e.h.
|