þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ásta vinkona á afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið elsku Ásta mín. Njóttu dagsins krútta :). Þú færð svo almennilegt afmælisknús í apríl.

Ég horfði á Hotel Rwanda og Crash um helgina. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum myndum, mér finnst ekki nægja að segja að þær hafi verið ótrúlega góðar.
Hotel Rwanda er svo átakamikil, ég var með tárin í augunum eiginlega allan tímann meðan að ég horfði á hana. Ekki bara vegna þess sem kom fyrir fólkið heldur líka vegna þess að ég skammaðist mín fyrir að vera hluti af alþjóðasamfélaginu sem gerði nákvæmlega ekki neitt til að hjálpa þessu fólki.
Crash er bara frábær í alla staði, ég held að allir myndu hafa gott að horfa á hana og finna að þeir séu með "innbyggða" fordóma. Ekki vegna þess að þessir fordómar hafa við eitthvað að styðjast heldur er þetta innprentað í mann frá unga aldri, t.d. frá fjölmiðlum. Allavega, mæli með þessum myndum fyrir alla.