Alltaf sorglegt að fá fréttir um að fjölskyldumeðlimur sé dáinn. Mamma og pabbi hringdu í gær til að segja mér að Laufey, systir hans pabba væri látin. Hún lést úr krabbameini aðeins 67 ára gömul. En ég hugga við mig það að henni líður allavega vel núna.
Ég fór að hugsa til þegar að ég var lítil og við keyrðum til Akureyrar og gistum hjá Laufeyju og Magga. Alltaf svo gaman að koma til þeirra, húsið fullt af börnum til að leika við og ég skemmti mér alltaf svo vel.
Ég er nú dálítið sorgmædd yfir því að komast ekki í jarðarförina sem verður á morgun, hugur minn verður allavega hjá fjölskyldunni á morgun.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 2/07/2006 03:47:00 e.h.
|