fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Ritgerðin mjakast svona áfram, finnst samt að ég mætti vera duglegri. Er búin að prófa að taka netsnúruna úr sambandi og ég held að það sé bara málið. Fara eitthvert sem hún nær ekki (er samt frekar erfitt því að sá staður er rúmið) og skrifa þar. En svo er auðvitað svo auðvelt að stinga henni í samband aftur :).

Árni er kominn með skrifstofu í skólanum og er þar flestalla daga frá 9-5. Voða gott fyrir hann því að hann getur alls ekki lært heima, hann er semsagt örugglega búin að vera duglegri þessa fjóra daga heldur en allan seinasta mánuð, tíhí. Hann fær nú samt örugglega of stóran skammt af "tali" þegar að hann kemur heim. Ég er með svo uppsafnaða talþörf þegar að hann kemur heim að hann verður uppgefinn á að hlusta á mig.

Annars er ég búin að vera að horfa á Prison Break þættina og oh my god hvað þeir eru góðir. Þeir og Despó deila fyrsta sætinu yfir bestu þættina að mínu mati. Veit að ég er örugglega dálítið sein að fatta þessa þætti en hey, betra seint en aldrei. Ekki spillir svo fyrir hvað aðalleikarinn er svakalega heillandi.