mánudagur, febrúar 06, 2006

Þvílíkt gaman að fá tengdamömmu og Fjólu í heimsókn á laugardagskvöldið. Þær komu með íslenskt nammi, graflax + graflaxsósu, ekkert smá gott. Við höfðum það bara næs um kvöldið og þær fóru svo eldsnemma á sunnudagsmorgninum, hefðum alveg viljað hafa þær lengur.

Við hlustuðum svo á Söngvakeppnina á sunnudaginn. Ég hef aldrei fílað Sylvíu Nótt (og mun aldrei koma til með að taka hana í sátt) en ég hinsvegar dýrka lagið hennar. Búin að hlusta á það endalaust oft. Ég er samt á báðum áttum með hvort að ég vilji að hún vinni. Æðislegt lag en hún er ekki besta landkynningin miðað við hvernig hún hagar sér og talar.

Við horfðum líka á spurningakeppninga Tíminn líður hratt, oh hvað ég elska svona þætti sem tengjast Eurovision. Búin að horfa á tvo eldri þættina líka og bíð spennt eftir næsta þætti. Alveg búin að ákveða að ef við höldum Eurovisionpartý í maí þá verður spurningakeppni líka :).