Takk elskurnar, fyrir kveðjurnar í síðustu færslu. Alltaf gott að fá bloggknús :).
Annars erum við hjónin bara heima þessa dagana og erum að vinna í ritgerðinni.
Reyndar fór ég út að borða í gær með nokkrum vinkonum úr MR sem eru líka í námi hérna í Árósum, m.a. ein sem er í sama námi og ég, bara einu ári á eftir. Fórum á Indian Curry House þar sem við fengum nokkuð góðan mat og kíktum eftir það á fredagsbarinn í sálfræðideildinni (þar sem fleiri sálfræðingar bættust í hópinn hjá okkur). Það var nú frekar léleg stemmning þar þannig að við fórum fljótlega á fredagsbar hjá arkitektadeildinni. Enduðum kvöldið svo á að fara á einhvern kokkteilabar niðri í bæ og sátum þar og spjölluðum saman. Rosa skemmtilegt kvöld.
Í kvöld er svo stefnan tekin til Hildar og Konna til að spila Catan, jibbí. Verður örugglega mjög gaman.
laugardagur, febrúar 11, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 2/11/2006 10:42:00 f.h.
|