Síðustu dagar eru búnir að vera ótrúlega næs. Laugardagurinn var tekinn í leti en um kvöldið var farið í æðislegan mat + spjall hjá Tótu og Gumma. Takk aftur fyrir okkur :). Í gær var ég bara nokkuð dugleg að læra en í dag fór ég og keypti mér 3 bækur eftir uppáhaldshöfundinn minn og eru þær síðbúin afmælisgjöf frá Hrönn, takk dúllan mín. Ég má reyndar ekki byrja að lesa þær strax því að þá myndi ég ekkert vinna í ritgerðinni en ég hlakka endalaust til þegar að ég get byrjað að lesa þær.
Hitti svo Hildi og Eddu sálfræðigellur á kaffihúsi í dag, sátum í rúmlega tvo tíma og spjölluðum. Þvílíkt skemmtilegt enda alveg kærkomin hvíld að komast aðeins út úr húsi.
mánudagur, febrúar 27, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 2/27/2006 04:39:00 e.h.
|