föstudagur, mars 03, 2006

Sjaldan er ein báran stök. Mágur hans pabba, Maggi, lést núna á þriðjudaginn. Maggi var giftur Laufeyju sem lést fyrir þremur vikum. Maður getur nú varla ímyndað sér hvernig börnunum þeirra líður, nýbúin að missa mömmu sína og þá kveður pabbi þeirra þennan heim. Örugglega mikil sorg á heimilum þeirra núna, allóþyrmileg minning á hvað þetta líf er stundum óskiljanlegt.