Það var svo gaman á stelpudjamminu í gær. Kvöldið byrjaði hjá Hildi þar sem að ég, Víó, Edda og Sigga Lóa fengum rosa góðan fordrykk, Pina Colada með ferskum ananas, nammi namm. Fengum svakalega góðan mat á veitingastaðnum, þeir eru með gómsætasta forréttarhlaðborð sem að ég hef smakkað, hummus, djúpsteika smokkfiska, sushi, prosciutto og margt fleira. Ég fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina. Fórum svo til Eddu og allt í einu var klukkan orðin svo margt að við komumst aldrei á kokkteilabarinn, fórum bara beint á Gaz station til að dansa. Fórum heim um fjögurleytið, enda byrjaði djammið klukkan hálfsex :). Takk fyrir frábært kvöld, stelpur.
Í dag eru svo bara 18 dagar þangað til að við komum heim, tíminn líður ekkert smá hratt. Ritgerðin hjá mér gengur bara vel, ég er búin með fræðilega hlutann af skýrslunni minni og er meira en hálfuð blaðsíðulega séð. Hlakka nú samt til þegar að þetta verður búið :). Annars finnst mér ég hafa ekkert að segja þessa dagana, enda er það ástæðan fyrir því að það líður svona langt á milli færslna, finnst ég alltaf vera að tönglast á því sama.
laugardagur, mars 18, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 3/18/2006 08:34:00 e.h.
|