sunnudagur, mars 26, 2006

Helgin hjá okkur er búin að vera rosalega fín, enda er þetta seinasta helgin sem við höfum í að gera ekki neitt. Árni kíkti út með nokkrum strákum á föstudaginn, þeir skelltu sér á Hereford og drukku nokkrar rauðvínsflöskur. Ég fór svo út í gær með nokkrum sálfræðiskvísum, fórum fyrst á kaffihús og svo á Gaz station. Skemmti mér þvílíkt vel þótt að tónlistin á Gaz hafi ekki alveg verið að gera sig.
Kom heim um þrjúleytið sem var í rauninni um fjögurleytið því að við erum komin á sumartíma hérna í Danmörku. Ekki er nú mjög sumarlegt hjá okkur, það snjóaði í nótt og núna er slydda :).

En næsta vika fer í að pakka og ganga frá öllum okkar málum. Flytjum þarnæsta mánudag, sýnum íbúðina á þriðjudagsmorgninum og fljúgum heim á miðvikudeginum. Hildur og Konni voru svo yndisleg að bjóða okkur að gista hjá þeim seinustu tvær næturnar, rosa þægilegt að þurfa ekki að taka hótelherbergi.

En bara 10 dagar í heimkomu, jibbí. Ætla sko að fara strax í Kattholt og knúsa Snúðinn minn, er búin að sakna hans endalaust mikið.