Seinasta helgi einkenndist mest af afslöppun, við lærðum eiginlega ekki neitt en slöppuðum þeim mun meira af :). Fórum til Hildar og Konna á laugardagskvöldið og elduðum saman þennan æðislega mat, sátum svo frameftir kvöldi og spiluðum Catan. Alltaf svo gaman að hitta þau.
Er strax byrjuð að hlakka til næstu helgi. Ætlum nefnilega nokkrar skvísur að fara á djammið. Kvöldið byrjar á fordrykk hjá Hildi, svo farið verður út að borða á Cucos sem er grískur staður. Eftir matinn er förinni heitið til Eddu þar sem að stelpupartýi verður slegið upp og svo er planið að fara á kokkteilabar niðri í bæ og fara svo að dansa :). Hljómar ekkert smá vel enda hlakka ég þvílíkt til.
mánudagur, mars 13, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 3/13/2006 04:17:00 e.h.
|