þriðjudagur, mars 07, 2006

Voðalega lítið að gerast hjá okkur í Árósum, erum bara alla daga að læra. Enda gengur ritgerðin ágætlega, komin með 40 bls. og var að senda leiðbeinandanum mínum helminginn af því til yfirlestrar. Vona bara að hann verði sáttur við það sem komið er.

Ég horfði á March of the penguins um helgina. Ekkert smá yndisleg mynd, ótrúlega flott myndataka og alltaf svo skemmtilegt að fylgjast með dýrum :). Þannig að það kom mér nú ekki á óvart að hún skyldi vinna Óskarinn fyrir bestu heimildamyndina, átti það alveg skilið.

Svo styttist nú alltaf í heimkomu, minna en mánuður. Var líka að fatta að það eru 3 mánuðir þangað til að við förum til Mallorca með tengdafjölskyldunni minni. Verðum í húsi með sér sundlaug og alles, ekkert smá gaman. Ætla að njóta þess að liggja við sundlaugarbakkann, með sólhlíf og lesa bækur. Markmiðið er einmitt að vera búin með ritgerðina þá enda verða þá bara tvær vikur í skil.