Allt í drasli þessa dagana hjá okkur. Kassar út um allt og dót á öllum borðum sem á eftir að pakka niður :). Finnst tilhugsunin um það að við þurfum að flytja aftur í september og svo aftur þegar að við kaupum okkur íbúð ekkert voðalega heillandi þessa stundina. En vá hvað maður getur safnað að sér miklu drasli á einu og hálfu ári og ótrúlegt hvað kemst fyrir í þessari litlu íbúð. Erum semsagt komin langleiðina með pakkninguna, helgin fer í að taka niður hillur, sparsla og þrífa.
Annars er ég búin með 2/3 af ritgerðinni þannig að ég skilaði inn til skólans staðfestingu á því að ég myndi skila 1. júlí. Rosa fínt að vera búin að ákveða fastan dag og ég hlakka endalaust mikið til þess þegar að ég get skilað henni.
Tilhugsunin um að vera að fara frá Árósum er dálítið blendin, ég er auðvitað búin að hlakka til að flytja til Íslands frá því að við komum en ég á eftir að sakna vinanna ótrúlega mikið. Finnst skrýtið að ég hafi náð að kynnast þeim svona vel á stuttum tíma þar sem að ég hleypi fólki ekki mjög auðveldlega að mér. En þau eru öll svo yndisleg að það er kannski engin furða.
En ætla að halda áfram að pakka og drasla meira til :). Þetta er örugglega í síðasta skipti sem ég blogga frá Árósum, heyrumst aftur á Íslandi.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 3/30/2006 09:49:00 f.h.
|