laugardagur, júlí 31, 2004

Helgin byrjar bara vel. Í gær var grillpartý hjá Hrönn og Axel og Helga, Freyr, Ásta og Ívar komu líka. Nammi namm, það var ekkert smá gott að borða og Hrönn bjó til frábæran eftirrétt ;). Svo var bara setið og kjaftað og fengið sér smá í glas en um hálfeitt vorum við hjónakornin alveg að sofna þannig að við drifum okkur bara heim og sváfum til hádegis. Þá var mamma svo góð að koma að sækja mig og keyra mig til að ná í bílinn, takk mamma mín. Svo fór dagurinn bara í leti, lágum í rúminu og horfðum á Stargate: Atlantis, borðuðum nammi og pöntuðum pizzu. Þvílíkt næs.
Á morgun er heldur ekkert planað, búin að pakka flest öllu sem þarf að fara með skipinu til Danmerkur og líka búin að gera nærri allt fyrir brúðkaupið þannig að maður hefur bara ekkert að gera :). Ætla bara að fara til mömmu og pabba og vera hjá þeim í smástund, alltaf styttist þangað til að ég fer og þá verða engin mamma og pabbi, snökt snökt.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fór í Tvö Hjörtu og mátaði brúðarkjólinn í gær. Það þurfti nefnilega að stytta hann og laga það seinasta sem þurfti að laga. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mátaði hann með öllu og hann var svoooo flottur, get varla beðið eftir brúðkaupsdeginum. Svo þarf ég að fara með Rítu krútt í dag og láta hana máta kjólinn sinn, hún verður ekkert smá sæt.
Annars er ég orðin dálítið stressuð, ekkert fyrir brúðkaupinu sjálfu heldur bara að ná því sem ég þarf að gera, þetta hleðst bara allt í einu upp. Svo þurfum við líka að gera svo mikið fyrir Danmerkur förina og það eru bara ekki nægir klukkutímar í sólarhringnum, sérstaklega þar sem við verðum að vinna alveg fram á seinasta dag, vinnum föstudaginn 13. ágúst og förum mánudaginn 16. Gúlp!!!.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ég, Árni, mamma og pabbi fórum í hádeginu í dag á nýja kaffihúsið í gamla Top Shop húsinu, það var ekkert smá gott, mæli alveg hiklaust með því. Tilefnið var að hitta frænku hans pabba og fjölskyldu hennar (semsagt Maja, Dave og dætur) sem búa í Bandaríkjunum og þau komast ekki í brúðkaupið okkar því að þau fara aftur til USA á morgun. Þau gáfu okkur meira að segja pakka, fyrsta brúðkaupspakkann okkar, vei vei. Ég ætla samt ekki að opna hann strax, mér finnst ég vera rosalega stapil því að hann liggur hérna rétt fyrir framan mig.

Hrönn og Axel eru búin að bjóða okkur í grill til þeirra núna á föstudaginn. Helga, Freyr, Ásta og Ívar koma væntanlega líka og svo verður kannski farið á djammið. Þetta er nefnilega seinasta helgin sem hægt verður að gera eitthvað svona því að þarnæstu helgi verður brúðkaupið og helgina þar á eftir verðum við bara á fullu að pakka og svona. Oh það verður svo gaman að grilla, ég sem borða ekki grillkjöt finnst alveg æðislegt að grilla sveppi með piparosti, kartöflur og maískorn og hafa svo kalda hvítlaukssósu með, nammi namm.
Svo er Hrönn búin að sauma hringapúðann fyrir okkur og hann er svo flottur en ég ætla ekkert að lýsa honum því að hann á að koma á óvart ;).
Svo fórum við líka til Laufeyjar og Eiðs í gær, Laufey ætlar nefnilega að vera svo góð að skrautskrifa í gestabókina okkar fyrir brúðkaupið. Hún sýndi okkur það sem hún var búin að vera að æfa sig að gera og það var ekkert smá vel gert hjá henni. Þetta verður svo flott :).

mánudagur, júlí 26, 2004

Sigga systir er byrjuð að blogga, vonandi að hún verði duglegri en seinast þegar að hún byrjaði ;). Það er allavega kominn linkur á hana.
Annars var helgin rosalega fín, gleymdi að segja frá því að við vorum á I, Robot á föstudaginn og hún er bara mjög góð. Will Smith er allavega rosalega sætur í henni :). Svo slöppuðum við bara af í gær, kláruðum reyndar að kaupa þessi margumtöluðu kerti og pökkuðum svo smá fyrir Danmerkur flutninginn.

laugardagur, júlí 24, 2004

Ég var á leiðinni út í búð með Árna að versla það sem vantar upp á fyrir brúðkaupið en svo hringdi mamma í mig og hún og systurnar voru að fara í Strympu (Straumfjarðartungu á Snæfellsnesi) sem er gamla sveitin okkar, þ.e.a.s. mamma fór þangað í vist þegar að hún var 13 ára og var þar í þrjú sumur og svo eftir að hún átti okkur fór hún mjög oft með okkur systkinin þangað. Ég ákvað að skella mér með og ég sé sko ekki eftir því, það er svo gaman að koma þarna aftur, reyndar er ekki búið þarna lengur en Fríða (konan sem mamma var hjá í vist) og fjölskyldan hennar halda húsinu við sem sumarhús. Fríða var einmitt stödd þarna núna og það var rosalega gaman að sjá hana aftur, ég er ekki búin að sjá húsið og hana í 12 ár. Geðveikt stuð, ég tók nokkrar myndir og ætla að skella þeim inn á morgun eða hinn. Svo kom ég bara heim í grillmat hjá tengdó, nammi namm.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Jæja búin að fá myndirnar úr gæsuninni minni og ætlaði að fara að setja þær í myndirnar mínar en nei nei þá er Picture Trail orðið eitthvað leiðinlegt því að ég má ekki setja fleiri myndir hjá þeim því að ég er komin með meira en 36 myndir (eða semsagt ég þarf að borga ef ég vil hafa fleiri myndir hjá þeim), ekkert smá ömurlegt segi ég bara. En hérna er allavega linkur á myndirnar. En þetta eru nú bara nokkrar myndir, ekkert allar.
Annars er nú mest lítið að frétta, alltaf styttist í brúðkaupið, vei vei vei og við erum búin að redda öllu nema kertunum og gestabókinni þannig að þetta verður ekkert mál ;).




mánudagur, júlí 19, 2004

Jæja, enn ein helgin búin og hún var bara mjög fín. Ég fór með mömmu að finna kjól á hana á laugardaginn og við fundum einn ekkert smá flottan sem hún keypti þannig að þá er einu minna að gera fyrir brúðkaupið ;). Á laugardagskvöldið var MR reunion og það var ekkert smá gaman, að hitta alla aftur (suma hefur maður ekki hitt í þessi fimm ár sem eru síðan að við útskrifuðumst) og bara svona að finna út hvað er að gerast í lífinu hjá þeim, það eru t.d. þrír sem voru með mér í bekk sem búa í Aarhus þannig að það er frábært.
Svo voru það tveir sem áttu afmæli í gær, Sigga systir varð 36 ára, til hamingju með daginn elsku systir og svo varð Sara vinkona 25, til hamingju með daginn krútta. Það voru ekkert smá flottar veitingar hjá báðum þannig að ég var alveg að springa í gær :).

föstudagur, júlí 16, 2004

Jæja helgin loksins komin ;) en ég sit ennþá í vinnunni af því að Árni er að vinna til hálffimm. Ég hlakka samt svo til að komast heim því að við leigðum LOTR: The return of the king í gær en ég var svo þreytt að við slökktum á henni þegar að hún var ca. hálfnuð þannig að við eigum helminginn eftir, gaman gaman.
Svo er MR - reunion á morgun, bekkjarpartý klukkan 6 og svo hittast allir bekkirnir saman í Félagsheimili Seltjarnarness seinna um kvöldið, vei vei. Hlakka svo til að hitta bekkinn minn aftur, geðveikt langt síðan að maður hefur hitt alla. Reyndar hef ég heyrt að það verði frekar slæm mæting úr okkar bekk en þetta verður samt gaman.
Svo eiga Sigga systir og Sara vinkona báðar afmæli á sunnudag þannig að að við erum boðin í tvö afmæli á sunnudaginn, annað klukkan tvö og hitt fjögur. Reyndar mæti ég líklegast bara ein í bæði afmælin því að Árni verður alla helgina í VÍS að koma útboðskerfinu af stað. Þannig að bara góða helgi allir saman.


fimmtudagur, júlí 15, 2004

Mér leiðist í vinnunni :( Nenni ekki að vera hér því að mér finnst ég hafa svo nóg annað að gera fyrir brúðkaupið. Við fórum í gær í Garðheima og fundum loksins sæta litla styttu á brúðartertuna okkar og keyptum líka borða til þess að rúlla upp Ást er og það kemur svo vel út!! Reyndar gerði ég bara tvö þannig í gær, tekur greinilega dálítinn tíma að gera þetta ;)
Mamma er í stressi að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið enda eru bara 23 dagar það, (samanber niðurtalninguna hérna til vinstri á síðunni). Hún er búin að vera í allan dag að leita sér að fötum, vona bara að henni gangi vel svo að hún geti farið aðeins að slappa af.
Svo á ég bara eftir að vinna í 17 daga og svo förum við út eftir mánuð + einn dag !!

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Ég og Árni erum að fara að hitta bakarann í hádeginu til að ákveða hvernig köku við ætlum að hafa og líka til að vita hvort að hann geti gert hana alveg eins í útliti og ég vil (ég er nefnilega búin að finna draumakökuna á netinu og þarf að vita hvort að það sé hægt að gera hana). Svo er ég að fara í prufugreiðslu eftir vinnu í dag þannig að það er nóg að gera enda eru bara 25 dagar í brúðkaupið og mér finnst við eiga eftir að gera svo mikið.
Heyrðu ég gleymdi einu í sögunni um gæsapartýið, ég var látinn húlla í Kringlunni og þvílíkt erfitt sem það er, þetta var svo lítið mál þegar að maður var yngri en systur mínar og flestar vinkonurnar geta þetta heldur ekki í dag þannig að þetta virðist vera einhver hæfileiki sem maður tapar bara :( eða kannski bara hæfileiki sem er ekki í þjálfun í dag.

mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja gæsunin búin og þvílíkt gaman sem þetta var. Ég var semsagt sótt um tíuleytið og var búin að finna alla hlutina á listanum þannig að ég fékk 10 fyrir það og enga refsingu ;). Svo var ég klædd í fjólubláan krumpugalla sem mamma gekk í fyrir mörgum árum og er frekar hallærislegur og það var farið með mig þannig klædda í Sporthúsið þar sem ég var látin fara í ýmis tæki (og er með geðveikar harðsperrur núna). Svo var farið í Kringluna þar sem að ég fékk ýmsar vísbendingar á dönsku um það hvað ég ætti að gera eins og að spila á þverflautuna þangað til að ég fékk pening, fara í lakkrískappát við þrjá menn, búa til broskall úr opal og margt fleira og ég var by the way klædd í can can kjól allan tímann. Eftir þetta var farið með mig í keilu þar sem að ég vann (ekki skrýtið þar sem að ég var með samanlögð stig af tveimur brautum) og svo var farið með mig í nudd á Hótel Loftleiðum. Það var ekkert smá næs, lá bara í klukkutíma og fékk geðveikt nudd, alveg frá tám og upp á andlit enda sofnaði ég ;) Þegar að nuddið var búið biðu allar stelpurnar eftir mér með jarðaber og freyðivín í pottinum, nammi namm. Svo var farið heim til Hrannar þar sem að við fengum kjúklinga fajitas sem var ekkert smá gott. Svo var farið að djúsa en klukkan hálftólf var ég dregin á Ölver þar sem að ég átti að syngja karaóki en ég neitaði því, ég mun aldrei á ævi minni gera þetta því að ég hata þetta svoooo mikið. Þannig að allir fóru bara á Glaumbar og það var mjög skemmtilegt því að ég fékk öll lög spiluð sem að ég spurði dj-inn um. Reyndar var ég með slör allt kvöldið en það var bara gaman. En um hálfþrjú leytið var ég komin með nóg og þá hittum við strákana og ég og Árni fórum bara heim.
Takk æðislega krúsirnar mínar, þetta var ekkert smá gaman.
Árna dagur var nú voðalega melló miðað við minn. Hann var ekki sóttur fyrr en klukkan tólf því að sumir sváfu yfir sig ;). Þá var bara brunað í sumarbústað á Þingvöllum þar sem að þeir grilluðu og spiluðu, svo var farið í pott á Nesjavöllum, borðað á Fridays og svo bara fara á djammið.
En fínt að þetta er búið, bara þrjár helgar í brúðkaupið, gúlp ;)

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Var að fá smá lista í hendur, semsagt hvað ég á að hafa með mér í gæsuninni. Þetta er mjög skrautlegur listi, ég á t.d. að hafa með mér svipu, loðin handjárn, eldgömlu kisugleraugun mín, sippuband, kardemommubæinn (á plötu, spólu eða disk), kókosbollur og margt fleira. Og ég fæ refsingu ef ég get ekki reddað einhverju :(
Í öðrum fréttum þá erum við að fara á Spiderman annað kvöld í lúxussal, geðveikt gaman.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Einn mánuður í brúðkaup, oh my god, hvað þetta er fljótt að líða ;) En það er allt komið sem þarf að gera, fyrir utan brúðartertuna og smá svona borðskraut þannig að þetta á allt eftir að reddast. Þarf bara að fara að ganga skóna til og svo á eftir að fara í prufugreiðslu, prufuförðun, setja á mig neglur og margt svona skemmtilegt, jibbí.

mánudagur, júlí 05, 2004

Jæja það er nóg að gerast þessa dagana. Við vorum að koma af ættarmótinu og það var bara rosalega fínt, reyndar alveg hrikalega kalt á nóttunum enda held ég að ég hafi kvefast, ekki gaman.
Svo beið okkar bréf þegar að við komum heim og við erum búin að fá íbúðina sem okkur bauðst sem er auðvitað æðislegt. Við erum búin að senda leigusamninginn undirritaðan aftur til Danmerkur, þannig að þetta er bara allt að gerast.
Svo næstu helgi er gæsun og steggjun hjá okkur, ég veit hvað á að gera við Árna, tíhí. En ég hef hinsvegar enga hugmynd um hvað á að gera við mig :s.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ég er komin inn í masternámið í sálfræði í Aarhus, jibbí jibbí jibbí.

Hvorug kerfin eru komin inn ennþá þannig að vinnudagurinn hjá mér er búinn að vera eins og þrír vinnudagar, það er svo ömurlegt að geta nákvæmlega ekkert gert í 8 tíma. Það er búið að tilkynna okkur það að kerfin koma líklegast ekkert inn fyrir vinnulok en samt eigum við að vera hér til 4, geðveikt stuð.

Ég var búin að hlakka svo til að velja lögin í gær en Bergþór Pálsson var eitthvað búinn að gleyma þessu og var búinn að lofa sér annað þannig að við eigum að hitta hann í kvöld og ákveða lögin þá.
Svo erum við bæði í fríi allan daginn á morgun og leggjum snemma af stað á ættarmótið á morgun, enda tekur sex tíma að keyra í Ásbyrgi. Við ætlum að fara með tengdó í bíl því að við treystum okkar bíl ekki alveg. Veðurspáin er góð þannig að þetta verður örugglega rosalega fínt.
Það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni, hvorug kerfin sem við vinnum í er búið að keyra þannig að við látum okkur bara leiðast, ekki það skemmtilegasta í heimi.