Oh ég hlakka svo til, erum að fara til Bergþórs Pálssonar söngvara í kvöld og velja lögin sem hann á að syngja í kirkjunni, jibbí.
miðvikudagur, júní 30, 2004
þriðjudagur, júní 29, 2004
Jæja það er búið að bjóða okkur kollegi í Aarhus og við myndum fá það 15. ágúst sem er auðvitað frábært. Við ætlum að segja já við þessari íbúð en við erum reyndar önnur í biðröðinni eftir henni þannig að ef þau sem eru á undan okkur segja já þá fáum við hana auðvitað ekki. Hún er 41,5 fm og er frekar nálægt Karen og Grétar sem er alveg geggjað, vei vei gaman gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/29/2004 08:09:00 f.h. |
mánudagur, júní 28, 2004
Þetta var alveg frábær helgi. Ég, Árni, Hrönn og Axel lögðum af stað í sumarbústaðinn beint eftir vinnu á föstudeginum og vorum komin þangað um níuleytið. Þá var bara farið að spila (þar sem að ég vann nokkur spil :)) og svo bara farið að sofa. Daginn eftir túristuðumst við svolítið, fórum á Gullfoss og Geysi og líka í Dýragarðinn í Slakka sem er bara frábær staður, vegna þess að maður fær að klappa öllum dýrunum (líka yndislegum kettlingum) og fara inn í búrið til þeirra, set myndir inn seinna ;). Svo var bara farið í sumarbústaðinn, grillað og spilað meira. Svo fórum við í bæinn í gær og fórum beint til Hrannar og Axels til að horfa á leikinn og grilluðum meira ;). Alveg snilldar helgi.
Svo næstu helgi verður ættarmót haldið hjá fjölskyldu tengdapabba og það verður haldið hjá Ásbyrgi þannig að það er nóg að gera í útilegum.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/28/2004 08:13:00 f.h. |
miðvikudagur, júní 23, 2004
Það átti að grilla í kvöld hjá Hrönn og Axel og ég var búin að hlakka svo mikið til þess (greinilega ekkert að gerast hjá mér þessa dagana) en svo verður Axel að vinna frameftir þannig að það verður ekki grillað fyrr en á morgun, buhu. Bara vesen á honum. En svo ætlum við öll að fara í sumarbústað núna um helgina, gaman gaman.
Við sendum útskriftarskírteinin til Danmerkur í morgun þannig að þetta er allt í gangi, vona bara að ég komist inn. Svo er búið að senda öll boðskortin út, vei vei. Þá get ég aðeins farið að slappa af ;).
Birt af Inga Elínborg kl. 6/23/2004 02:31:00 e.h. |
mánudagur, júní 21, 2004
Þetta var ekkert smá fín helgi. Vinapartýið heppnaðist mjög vel og seinustu gestirnir fóru ekki fyrr en hálfþrjú enda var ég nú orðin frekar þreytt, nennti ekki einu sinni niður í bæ. Fór bara að sofa. Svo var gærdagurinn bara mesti letidagur ever, ekkert smá næs samt. Bara að liggja uppi í rúmi, horfa á sjónvarp og borða afganga, nammi namm.
Svo eru bara allar helgar uppteknar það sem eftir er af sumrinu liggur við, fara út á land, MR reunion, brúðkaupið auðvitað og fleira og fleira.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/21/2004 11:37:00 f.h. |
laugardagur, júní 19, 2004
Jæja þá er maður bara búinn að útskrifast og kominn með B. A. gráðu í sálfræði. Útskriftin gekk bara frekar vel fyrir sig og tók ekki langan tíma miðað við að þetta var stærsti árgangur sem hefur verið útskrifaður frá HÍ. Svo þegar að við komum heim var fjölskylduboð þar sem að við fengum margar flottar gjafir og svo seinna í kvöld koma vinirnir.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/19/2004 06:52:00 e.h. |
miðvikudagur, júní 16, 2004
Við erum búin að panta flug til Aarhus, fljúgum semsagt 16. ágúst kl. 14:50 sem er eftir akkúrat tvo mánuði, þvílíkt stutt í það.
Ég fékk alveg í magann þegar að ég smellti á staðfesta, þetta er að verða eitthvað svo raunverulegt núna og ég sem er svo mikil mömmu og pabbastelpa, veit ekkert hvernig ég á að fara að því að heyra ekki í þeim á hverjum degi :(.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/16/2004 02:55:00 e.h. |
Ég sá þetta hjá Laufeyju og af því að við erum fæddar í sama mánuðinum þá ákvað ég að stela þessu frá henni.
Valhnetutré - Ástríða 21.04-30.04 & 24.10-11.11
Manneskjan stendur föst á sínu og er erfitt að skilja því hún er mjög mótsagnakennd. Hún er oft sjálfhverf og gefur ekki eftir, en á móti kemur að hún er bæði göfuglynd og víðsýn. Það er erfitt að segja til um viðbrögð hennar.
Manneskjan er hvatvís og hefur mikinn metnað. Hún er snjöll, en erfið og ósveigjanleg í samskiptum. Hún er mjög afbrýðisöm og ástríðufull. Margir dást að henni, en hún er langt frá því að vera allra.
Hvernig finnst ykkur þetta svo passa við mig??
Birt af Inga Elínborg kl. 6/16/2004 10:55:00 f.h. |
þriðjudagur, júní 15, 2004
Jæja alveg nóg að gera þessa dagana. Við erum að vesenast í því að senda boðskortin út fyrir brúðkaupið, fórum í Samskipti í dag og þeir ætla að prenta hluta af boðskortunum (sá hluti sem er í lit) og svo prentum við hinn hlutann. Markmiðið er að koma þeim út á föstudaginn og þá verður það búið. Allir bara að muna að taka daginn frá ;).
Svo verður tvöföld útskrift næsta laugardag, fyrst verður fjölskylduboð og svo partý um kvöldið fyrir vinina, vei vei ekkert smá gaman.
Í kvöld er ég svo að fara að hitta Guðlaugu og Rakel (landsbankapíur) á kaffihúsi, ekkert smá langt síðan að við höfum hist þannig að það verður nóg spjallað. Annað kvöld er svo stelpudjamm þannig að maður er bara uppbókaður alla vikuna ;).
Birt af Inga Elínborg kl. 6/15/2004 07:22:00 e.h. |
mánudagur, júní 14, 2004
Jæja, loksins eru nokkrar myndir komnar inn, eigum reyndar eftir að setja inn frá brúðkaupinu hjá Hrönn og Axel en endilega kíkið á þær myndir sem komnar eru ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 6/14/2004 08:03:00 f.h. |
sunnudagur, júní 13, 2004
Það var geðveikt gaman í gær, kvöldið byrjaði á því að fara út að borða og þvílíkur matur. Við vorum öll bara geðveikt södd og svo fengum við frábæra þjónustu, alveg yndislegt.
Svo fórum við til Hrannar og Axels, reyndar fór Árni seinna um kvöldið í partý sem var haldið heima hjá einni sem var að útskrifast með honum. Það var svo gaman í partýinu að við fórum ekki niður í bæ fyrr en um hálfþrjú leytið og fórum þá á Glaumbar og dönsuðum geðveikt mikið. Svo kom Árni á Glaum eitthvað um fjögur og um hálffimm fórum við öll og fengum okkur Hlölla og svo var bara farið heim að sofa. Alveg frábært kvöld bara ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 6/13/2004 04:15:00 e.h. |
laugardagur, júní 12, 2004
Núna er Árninn minn búinn að útskrifast, innilega til hamingju með útskriftina elsku Árni minn. Ég er svo stolt af þér ;).
Svo er bara verið að fara út að borða, hinsvegar er ég ekki sátt við þetta veður sem er í dag, alveg ömurlegt.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/12/2004 05:17:00 e.h. |
föstudagur, júní 11, 2004
Takk fyrir allar kveðjurnar krúttin mín. Þið eruð bestar ;).
En bætti við nokkrum tenglum. Laufey tilvonandi mágkona er byrjuð að blogga og Rannveig skvís bjó til heimasíðu fyrir okkur vinkonurnar, bleiku gellurnar. Endilega kíkið á báðar heimasíðurnar.
Jæja helgin komin og ég ætla bara að njóta þess að vera búin með B. A. gráðu í sálfræði, fara svo að útskrifa Árna minn á morgun (hann fékk 9,0 í meðaleinkunn fyrir önnina og svo 8,5 í aðaleinkunn sem er náttúrulega bara geðveikt flott). Tengdó ætlar svo að bjóða okkur út að borða á Ítalíu og svo verður djamm djamm djamm eftir það.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/11/2004 08:40:00 e.h. |
Ég er að fara að útskrifast 19. júní. Ég ákvað semsagt ekki að sætta mig við það að fá ekki að taka prófið aftur og hringdi upp í skrifstofu HÍ (í staðinn fyrir að tala við skorarformanninn) og skrifstofan reddaði þessu fyrir mig á þremur tímum. Ég gerði þetta semsagt á mánudaginn, tók prófið í dag og var að fá út úr því, fékk 6. Ég er svo ánægð.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/11/2004 01:48:00 e.h. |
mánudagur, júní 07, 2004
Núna er minna en vika þangað til að Árni útskrifast og við ætlum að halda smá fjölskylduboð í tilefni af því. Útskriftarveislan verður reyndar bara frá 5-8 af því að svo ætlar Hrönn að halda upp á 25 ár afmælið sitt sama kvöld. En þannig að það verður mikið að gera í vinnunni að baka og hafa allt tilbúið.
Annars slöppuðum við bara vel af þessa helgi, ekkert smá næs. Ég fór reyndar með mömmu að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið, við fórum í Debenhams og það eru bara frekar flott föt þarna, ég hef nefnilega aldrei farið þarna inn. Mamma fann sér allavega fullt af fötum sem hún mátaði en svo er hún alltaf svo lengi að ákveða sig ;)
Svo í dag eru akkúrat tveir mánuðir í brúðkaupið okkar, ekkert smá gaman. Við erum búin að fara í nokkrar búðir og velja gjafalista þannig að ef einhver lendir í vanda þá er hægt að fara þangað.
Svo ætla ég að fara að drífa mig í því að henda inn myndum, erum með fullt en ég kann ekki að koma með þeim inn og Árni er ekki búinn að hafa tíma til að kenna mér.
Birt af Inga Elínborg kl. 6/07/2004 07:35:00 f.h. |
fimmtudagur, júní 03, 2004
Jæja búin að fá allar einkunnir og ég útskrifast ekki 19. júní :( Ég fékk semsagt 8,5 fyrir lokaritgerðina mína sem ég er mjög sátt við en svo asnaðist ég til að falla í réttarsálfræði með 4,5. Og þar sem að HÍ er alltaf svo rosalega tilbúinn að gera allt fyrir nemendur sína þarf ég að bíða fram í ágúst til að taka endurtektarpróf. Og Aarhus heimtar að fá útskriftarskírteini fyrir 1. júlí ef að ég á að byrja 1. september. En ég sendi þeim tölvupóst í gær og spurði hvort að það væri einhver möguleiki á því að byrja 1. september út af því að HÍ er með svo asnalegt kerfi. Þannig að núna er bara að bíða eftir svari frá þeim.
Ég er samt búin að vera svo down yfir þessu, var búin að hlakka til að geta bara einbeitt mér að brúðkaupinu og svona en nei nei núna þarf ég að vinna og læra líka (eins og ég er búin að vera að gera í allan vetur), ekki gaman.
Það var samt geðveikt gaman í Orlando, fórum í þrjá daga í Disney og svo í uppáhaldsgarðinn minn Sea World, ég gæti búið þar. Ég fékk nefnilega að klappa höfrungi, risaskötu og svo var gæludýrasýning, oh hvað maður var sætastur. Svo fékk ég perlu (bláa) frá Árna og fékk að velja mér hálsmen til að setja hana í þannig að núna á ég alveg sérhannað hálsmen frá Sea World, geðveikt flott.
Svo versluðum við rosalega mikið, gaman gaman og eigum núna nóg af fötum. Fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég veit varla í hvaða föt ég á að fara í, það er úr svo mörgu að velja ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 6/03/2004 08:39:00 f.h. |
fimmtudagur, maí 20, 2004
Núna er minna en sólarhringur þangað til að ég og Árni verðum komin upp í vélina til Orlando, ég get varla beðið.
Seinasti vinnudagurinn minn á Bæjarhrauninu var í gær (byrja semsagt í greiðsluþjónustunni þegar að ég kem heim) og þau voru svo sæt, gáfu mér glerlistaverk sem heitir "ást í gleri" í kveðjugjöf (af því að ég og Árni erum að fara að gifta okkur). Rosalega flott listaverk.
Árni er svo stressaður fyrir einkunnina sína fyrir lokaverkefnið. Ekki það að hann haldi að þau nái ekki, bara til að vita það. Nefnilega ef hann nær 9,5 þá kemst hann aftur á forsetalistann fyrir þessa önn og þá verður hann semsagt á forsetalistanum fyrir allt seinasta árið, geðveikt flott. En það er svo mikill munur á kennurum í HR og HÍ. Einkunnirnar fyrir lokaverkefnið eiga að koma inn á morgun en koma frekar seint inn, örugglega eftir að við verðum lögð af stað út á flugvöll. Verkefniskennarinn hans Árna veit að hann er að fara til Orlando og bauð Árna að hringja í hann rétt áður en við leggjum af stað út á flugvöll og hann myndi segja honum einkunnina, bara svo að hann myndi vita hana áður en hann fer.
Ég sendi email á kennarann minn daginn eftir seinasta prófið (af því að mér gekk ekkert vel og er dálítið hrædd um að ég nái þessu ekki) og sagði honum að ég væri að fara til USA og þetta væri seinasta prófið mitt í sálfræðinni og útskriftin mín velti á þessu og spurði hann hvort að það væri möguleiki á hann gæti sagt mér einkunnina áður en ég færi út og ég fékk bara þvert nei. Alveg ömurlegt, svona eru allir í HÍ. Einkunnin á nefnilega að koma 26. maí og þá verð ég úti og ég er viss um að ég verði geðveikt stressuð allan daginn að reyna að finna netcafé til að athuga einkunnina, en það verður víst að hafa það ;)
En jæja ætla að fara að klára að pakka, blogga næst þegar að ég kem heim, jibbí.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/20/2004 07:00:00 e.h. |
mánudagur, maí 17, 2004
Árni er búinn að flytja lokakynninguna í B.Sc. verkefninu sínu þannig að hann er formlega búinn, til hamingju ástin mín. Ég, mamma og pabbi fórum að horfa á hann (og hópinn hans) og þau stóðu sig ekkert smá vel. Rosalega flott hjá þeim. Svo verður grillmatur í kvöld heima hjá Steinunni (eina stelpan í hópnum) þannig að það verður gaman í kvöld.
Svo er Árni bara kominn í frí, gaman gaman. Hann á það líka svo skilið, búinn að vera svo lengi að vinna í þessu verkefni.
Og núna eru bara 3 dagar í Orlando, ég get varla beðið. Hrönn og Axel fara á morgun, ég öfunda þau ekkert smá en svo hittum við þau eftir 3 daga.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/17/2004 01:19:00 e.h. |
laugardagur, maí 15, 2004
Úkraína vann eins og ég spáði, gaman gaman. Við náðum semsagt endanum á Eurovision eftir brúðkaupið hjá Hrönn og Axel. Við fórum frekar snemma heim úr brúðkaupinu því að Árni er orðinn svo langþreyttur eftir þetta lokaverkefni.
En brúðkaupið var ekkert smá flott og bara rosalega gaman. Til hamingju með giftinguna krúttin mín. Kjóllinn hennar Hrannar var alveg geðveikur (enda saumaði hún hann sjálf), ég tók fullt af myndum en þær koma inn seinna. Árni þarf nefnilega að kenna mér að flytja frá myndavélinni yfir á tölvuna ;).
Svo bilaði bíllinn okkar í gær og við komum honum ekki á verkstæði fyrr en á mánudag :(. Ekki gaman, það er ömurlegt að vera bíllaus.
En núna eru bara þrír vinnudagar eftir og þá er það Orlando, vei vei vei.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/15/2004 10:17:00 e.h. |