Ég er komin með alltof mikla samvisku fyrir skólann, mér leið svo illa seinasta fimmtudag að ég mætti ekki í Félagslega sálfræði (fjórfaldur tími by the way) og í dag á ég líka að vera í félagslegu klukkan eitt en Sigga systir hringdi og bað mig um að passa Adam litla frænka (mesta krútt í heimi) einmitt klukkan eitt og ég sagði auðvitað já en samt er ég með pínku samviskubit yfir því að mæta ekki, samt eru þetta einu tímarnir sem ég er ekki búin að mæta í þessa önn. Svo er auðvitað mikið skemmtilegra að passa Adam. Og ég er búin að vera rosalega dugleg að lesa þannig að ég á þetta bara alveg skilið (er að reyna að réttlæta þetta fyrir mér).
Við vorum rosalega dugleg um helgina, þrífum alla íbúðina og keyptum 9 jólagjafir, reyndar bara hluta af nokkrum en samt, komin vel á skrið. Oh ég er svo mikið jólabarn, er strax byrjuð að hlakka til jólanna.
mánudagur, september 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 9/29/2003 11:13:00 f.h. |
föstudagur, september 26, 2003
Ég er búin að vera rosalega dugleg að sækja um vinnu í dag, fór á sex staði og þá bara eftir að fara á ca. sjö. Þannig að það er bara fínt.
Svo fór ég til læknisins í gær, hann var fljótur að taka mig af sýklalyfjunum út af öllum þessum aukaverkunum (ógleði, höfuðverkur og svo fæ ég útbrot á bringuna). Hann var alveg rosalega hissa á því að ég væri með þessar aukaverkanir, því að samkvæmt einhverri bók þá fylgir ógleði eiginlega bara lyfinu. Hann var bara frekar stressaður um mig meira að segja, ég á mæla mig tvisvar á dag og hringja strax í hann ef eitthvað versnar. Þannig að ég á ekki að vera á þessum lyfjum í þrjár vikur en þá á ég að koma aftur til hans og þá er hann að spá í að láta mig fara í lasermeðferð fyrir útbrotin á nefinu. En hvað ætli það kosti? Gleymdi alveg að spyrja að því.
En mér líður allavega mikið betur, hausverkurinn er strax búinn að minnka og það er bara æðislegt.
Svo ætlum ég og Árni að fara að versla jólagjafir á morgun og þrífa íbúðina okkar. Jibbí gaman (það að fara að kaupa jólagjafir, ekki að þrífa).
Birt af Inga Elínborg kl. 9/26/2003 06:44:00 e.h. |
miðvikudagur, september 24, 2003
Núna er ég að fara að sækja um vinnu, þar sem að ég á bara eitt fag eftir eftir áramót þá verð ég að hafa eitthvað að gera. En þetta umsóknastand byrjar ekki svo vel. Ég fór í Íslandsbanka og skilaðii umsókninni inn og allt í lagi með það en þegar ég kom heim fattaði að ég hafði skilað inn vitlausri umsókn, það stendur nefnilega óvart á umsókninni að ég get byrjað strax en það get ég auðvitað ekki!!! Þannig að ég er að spá hvað ég eigi að gera, hringja í Íslandsbanka og láta þau vita af þessari vitleysu eða bara bíða og athuga hvort að verði hringt í mig. Oh ég er svo utan við mig stundum, gæti lamið sjálfa mig.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/24/2003 01:57:00 e.h. |
sunnudagur, september 21, 2003
Jæja enn ein helgin búin. Það gerðist nú eiginlega ekkert markvert um þessa helgi, ég var bara heima báða dagana og var að læra og sauma jóladúkinn minn. Svo var ég reyndar rosalega dugleg við að horfa á ER, er semsagt búin með fyrstu seríuna og get ekki beðið eftir að sjá númer 2. Það er svo langt síðan að maður hefur séð þetta. Ég held meira að segja að ég hafi ekki horft á fyrstu seríurnar þegar að þær voru í sjónvarpinu þannig að þetta er mjög gaman.
Árni var uppi í skóla alla helgina (hvað annað?), er að gera eitthvað verkefni með Sverri sem þeir eiga að skila á morgun. En ég er nú búin að panta hann til að vera eitthvað með mér í vikunni sem er að koma, bara svo að ég fái eitthvað að sjá hann.
Fyrir utan þetta er bara eiginlega ekkert að frétta, ég ákvað að halda áfram að taka sýklalyfin, mér er ekki eins flökurt lengur en ég er hinsvegar alltaf með þennan höfuðverk en ætli ég verði ekki bara að bíða fram á miðvikudag til að tala við lækninn um þetta.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/21/2003 11:30:00 e.h. |
föstudagur, september 19, 2003
Vá ég er búin að vera svo stressuð í allan dag. Kisinn okkar fór út klukkan fimm í nótt og það er ekkert óeðlilegt en hann var bara að koma inn rétt í þessu, hann var semsagt úti í 12 klukkutíma. Hann kemur venjulega inn svona um tólfleytið. Ég var búin að kalla á hann svona 20 sinnum og labbaði einn hring um hverfið til að vita hvort að ég myndi sjá hann. Svo var ég líka búin að hringja upp á Kattholt en sem betur fer er hann kominn heim.
Ég hitti Helgu og Ástu á kaffihúsi í dag. Helga kom semsagt óvænt heim frá Svíþjóð í seinustu viku og er svo að fara til Englands til að læra í næstu viku. Þannig að það var mjög gott að sjá hana aðeins og spjalla saman. Enda vorum við á kaffihúsinu í tvo tíma.
Ég átti líka að hitta Rannveigu og Önnu Heiðu á kaffihúsi í gær en ég treysti mér alls ekki því að ég var með höfuðverk og svima enn einu sinni. Ég prófaði að hringja í hjúkrunarfræðing og hún ráðlagði mér að taka ekki sýklalyfið í dag og tala við lækninn minn í dag. En nei, ég hringdi í ritarann hjá lækninum klukkan hálftíu og hún sagðist ætla að láta hann fá þessi skilaboð en hann er ekki ennþá búinn að hringja. Asnalegt. Fyrir hvað erum við að borga, má ég eiginlega spyrja. Þannig að núna er ég alveg lost yfir því hvort að ég eigi að taka lyfin eða láta þau eiga sig fram á miðvikudag en þá er læknirinn með símatíma. En málið er að þá koma útbrotin um leið aftur, þau eru strax búin að versna í dag. Vá hvað þetta er eitthvað mikið nöldur hjá mér, ætli ég hætti þessu bara ekki.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/19/2003 05:39:00 e.h. |
miðvikudagur, september 17, 2003
Ég hata að vera á sýklalyfjum, þau eru óþolandi. Mér er alltaf svo flökurt og ekki nóg með það að þegar að maður byrjar að taka sýklalyf þá aukast útbrotin alltaf fyrst þannig að útbrotin eru komin smá út á kinn, gjörsamlega hatandi. En maður verður víst bara að sætta sig við þetta, ég á reyndar eftir að vera á þessum lyfjum í að minnsta kosti 3 mánuði, ekki gaman.
Fyrir utan þetta er í raun voða lítið að gerast, ég er ekki alveg nógu dugleg að læra. Er ekkert komin eftir á, en mér finnst alltaf svo gott að vera nokkrum dögum fram yfir í lestri því þegar að maður byrjar að gera tilraunirnar þá fer allur tíminn í þær. Svo í næsta mánuði á ég að halda umræðutíma í Félagslegri sálfræði. Ég þarf semsagt að lesa einhverja grein og skila 700 orða útdrætti í byrjun tímans og tala svo um greinina í klukkutíma og þetta allt á ég að gera ein!!! Oh ég kvíði svo fyrir, reyndar erum við bara 5 í umræðutímanum og kennarinn er voða næs, en samt. Svo erum við að gera þrjár tilraunir samtals í fögunum mínum og við eigum alltaf að skila munnlegri greinargerð um allar tilraunirnar og það fyrir framan 80 manns. Það á örugglega eftir að líða yfir mig.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/17/2003 09:06:00 e.h. |
mánudagur, september 15, 2003
Það gengur allt á afturfótunum hjá mér núna, ég er með geðveikan höfuðverk og alveg rosalega flökurt. Af því að Árni var að fara upp í skóla með fartölvuna og það er svo vont að vera að horfa á þætti í tölvuherberginu, fluttum við einn stólinn okkar inn í tölvuherbergi svo að ég gæti haft það næs þar. Ég var búin að kaupa smá nammi og koma mér vel fyrir og ætlaði að horfa á ER. Það byrjaði á því að diskurinn festist í tölvunni og ég þurfti að restarta til að geta opnað drifið aftur. Nei nei, þá þarf að installa einhverju í tölvuna til að ég geti horft og Árni þarf að fixa það þegar að hann kemur heim. Þannig að ég ætlaði að horfa á Stargate en þá eru þrír þættir í röð þannig að hljóðið heyrist en engin mynd kemur. Arrrg parrrg, ekki sátt.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/15/2003 09:38:00 e.h. |
sunnudagur, september 14, 2003
Oh hvað það er gott að það sé helgi, ég er reyndar ekki búin að vera dugleg að læra og er með geðveikt samviskuvit yfir því. En það reddast.
Ég var bara að hafa það næs í gær, fór í klippingu og var svo hjá mömmu og pabba í einhverja þrjá tíma. Árni var nefnilega uppi í skóla í allan gærdag og kom ekki heim fyrr en klukkan fimm um nóttina, brjálað að gera hjá honum. Reyndar var hann nú ekki að læra allan tímann, var svona að horfa með öðru á boxið líka. En vá hvað ég gæti ekki haldið mér vakandi svona lengi, ég væri sofnuð fyrir framan tölvuna. Svo ætlar hann að fara aftur í dag, rosalega duglegur. Ég ætla hinsvegar að vera heima og reyna að læra ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 9/14/2003 10:37:00 f.h. |
fimmtudagur, september 11, 2003
Alltaf að bætast í bloggvinahópinn minn, Karen er komin með heimasíðu þannig að nú getum við fylgst með henni frá Danmörku.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/11/2003 03:31:00 e.h. |
miðvikudagur, september 10, 2003
Strax brjálað að gera í skólanum, það er geðveikt mikið að lesa. En þetta er samt seinasta önnin mín þannig að það er fínt. Árni er líka allan daginn uppi í skóla, kemur heim í kvöldmat og fer svo strax aftur þannig að ég hef ekkert mikið annað að gera en að lesa. Reyndar vorum við að fá fyrstu seríuna af ER þannig að ég er á fullu að horfa á hana og svo má maður ekki missa af Stargate, gaman gaman.
Útbrotin á nefinu eru strax byrjuð að minnka geðveikt mikið, mjög ánægð með það. En svo gleymi ég alltaf að bera áburðinn á handleggina á mér þannig að það gengur ekki alveg nógu vel.
Mamma og pabbi eru að koma heim úr sumarbústaðinum á föstudaginn og ég og Árni ætlum að fara á morgun og tengja sjónvarpið og videoið fyrir þau. Þau áttu nefnilega ekki nógu stórt borð undir þetta (hitt sjónvarpið var svo geðveikt lítið) þannig að þau keyptu sér sjónvarpsborð sama dag og þau fóru í sumarbústaðinn og við ætlum að setja þetta upp fyrir þau, svona surprise. Við erum svo góð!!
Birt af Inga Elínborg kl. 9/10/2003 10:05:00 e.h. |
mánudagur, september 08, 2003
Mamma á sextugsafmæli í dag, til hamingju með daginn elsku mamma mín. Svo á laugardaginn áttu bæði tengdapabbi og Snúður afmæli, til hamingju báðir.
Það var bara fínt í sumarbústaðnum á laugardaginn, við komum um eittleytið og ég og mamma ætluðum að skella okkur í pottinn áður en systkinin kæmu með alla grislingana sína en þá var potturinn alltof heitur. Þannig að við þurftum að bíða nokkra stund og gátum ekki farið ofan í fyrr en grislingarnir voru komnir líka en það var samt allt í lagi. Svo var bara slappað af, spjallað, grillað og spilað. Svo lögðum ég og Árni af stað heim um tíuleytið. Við hefðum alveg verið til í að gista en Snúður var bara einn heima og enginn til að sjá um hann.
Svo var bara slappað af í gær, las dálítið fyrir skólann en svo fórum við til tengdó í smá afmæliskaffi og svo til frænku minnar þar sem að Árni var að laga tölvuna fyrir þau. En ég læt þetta duga í bili.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/08/2003 10:49:00 f.h. |
föstudagur, september 05, 2003
Jæja þá er komið í ljós hvað er að okkur! Ég er með rosacea á nefinu og ég þarf að taka einhverjar sýklatöflur í 3 mánuði út af því en þetta er samt svona húðvandamál að það hverfur í rauninni aldrei, gengur bara svona í bylgjum. Ekki nóg með það þá gaf læknirinn mér lista yfir það hvað ertir þennan sjúkdóm og það er: Áfengi, sterkt krydd, kaffi, te, mikil sól og mikill hiti. Ég segi bara eins gott að ég drekk voðalega lítið áfengi, krydda matinn minn voðalega sjaldan, drekk aldrei kaffi eða te og ég hata sól og hita. Voðalega er ég eitthvað heppin að hafa þennan sjúkdóm, hmmmm. Svo var ég líka með einhver útbrot á hendinni og ég fékk einhverjar ávaxtasýrur til að bera á það, læknirinn sagði að það tæki um hálft - eitt ár fyrir það að lagast. Ég vona bara að þetta verði farið fyrir brúðkaupið, ég finn reyndar ekkert fyrir þessum útbrotum en samt ekkert gaman að hafa þau.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/05/2003 09:11:00 e.h. |
Við systkinin fórum til mömmu og pabba í gær með afmælisgjöfina þeirra, 28" sjónvarp og video. Þau voru svo ánægð, æðislegt að sjá á þeim svipinn þegar að þau sáu kassana!! Það er svo gaman að gefa gjafir þegar að fólkið verður svona ánægt. Svo eru þau að fara í sumarbústað í viku en við systkinin + makar + barnabörn munum fara á morgun til þeirra í kaffi og svo grill seinna um kvöldið, nammi namm. Þannig að við verðum um 20 manns þarna, ég á nefnilega svo mörg systkini og systkinabörn.
Svo erum ég og Árni að fara til húðsjúkdómalæknis í dag, ég er nefnilega með einhver útbrot á nefinu (og maður verður svo meðvitaður um þannig, mér líður alltaf eins og allir séu að horfa á nefið á mér) og Árni er með einhverja flekki út um allt bak og bringu, ekki alveg nógu gott. Ég hringdi semsagt í lok júní til að panta tíma og fékk ekki tíma fyrr en í gær. En svo var hringt á miðvikudaginn og sagt að læknirinn væri veikur og við myndum bara fá næst tíma einhvern tíma í lok október!! Ég var brjáluð, búin að vera með útbrot í tvo mánuði og svo átti ég að bíða í tvo mánuði í viðbót af því að læknirinn varð veikur, nei takk. Ég reifst við konuna en hún vildi ekki gera neitt en svo lét ég pabba hringja og frekjast aðeins og það endaði með að við fengum tíma í dag, hjá öðrum lækni. Mér finnst bara svo fáránlegt að þeir sem áttu pantaðan tíma hjá Bárði (lækninum sem er veikur) eiga að bíða í tvo mánuði í viðbót, þeir eiga að fá einhvern forgang, þetta er ekki okkur að kenna.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/05/2003 11:49:00 f.h. |
fimmtudagur, september 04, 2003
Það er eiginlega bara ekkert að gerast hjá mér, fer bara í skólann og svo aftur heim. Þannig að ég hef voðalega lítið að segja, skrifa bara meira þegar að eitthvað markvert gerist.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/04/2003 01:46:00 e.h. |
miðvikudagur, september 03, 2003
Tveir skóladagar búnir og ég er búin að fara í tvö fög. Í gær fór ég í félagslega sálfræði en í dag var ég í klínískri barnasálfræði. Á morgun fer ég svo í hugfræði og þá er ég búin að fara í öll fögin sem ég er í á þessari önn. Ég er nefnilega bara í 13 einingum núna (hef aldrei verið í færri einingum en 15) þannig að þetta er frekar skrýtið fyrir mig að vera í svona fáum fögum. Svo á næstu önn verð ég í einu fagi og verð líka að skrifa ritgerðina þannig að þetta er bara rosalega flott. Ætla reyndar líka þá að vinna með skólanum, ég verð ekki 4 mánuði að skrifa B.A. ritgerðina mína ;).
Ég snéri sólarhringnum svo gjörsamlega við í þessu vikufríi mínu að það er ekki fyndið. Ég er bara orðin háð því að horfa á Stargate þættina seint á kvöldin og ég er einmitt að fara að gera það núna. Er komin alveg á 3. seríu og er núna á undan Árna, tíhí.
Birt af Inga Elínborg kl. 9/03/2003 12:04:00 f.h. |
mánudagur, september 01, 2003
Jæja fyrsti skóladagurinn búinn og hann var bara fínn. Enda var í rauninni ekkert að gerast, mætti bara í einn tíma og við vorum bara að fá lesáætlun og þannig. Geðveikt mikið að lesa í einu fagi, maður þarf bara að byrja strax.
Við fórum með tölvuna í viðgerð í dag og hún þarf að vera í 3-5 daga hjá þeim, mér finnst það nú dálítið langur tími. En það verður víst bara að hafa það. Reyndar hefðum við getað borgað 6.000 krónur og þá hefðum við fengið einhverja flýtimeðferð en mér finnst það bara of mikill peningur fyrir eitthvað svona. Þannig að Árni þarf bara að vera uppi í skóla að læra. Fyrirlesturinn hjá honum og Sverri gekk bara vel í dag, greyið hann var svo stressaður. En það er þá allavega búið. En svo á Árni að skila verkefni bæði á miðvikudag og fimmtudag þannig að það er bara brjálað að gera hjá honum. Ég er bara að vona að næsta vika verði ekki svona brjáluð svo að hann geti komið upp í sumarbústað með góðri samvisku. Ekki gaman að fara eitthvað svona og þurfa að drífa sig heim.
Svo var Helga vinkona að byrja að blogga, set link inn á hana, reyndar er nú ekki mikið komið inn á síðuna en við skulum vona að það batni ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 9/01/2003 08:52:00 e.h. |