Ætli það sé ekki kominn tími á að endurlífga bloggið mitt? Ég datt bara niður í einhverja "bloggleti" seinustu mánuði en held að ég sé búin að losna við hana núna :).
Allavega er margt búið að gerast síðan síðast, er hætt sem þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi og er að fara að vinna sem deildarstjóri á leikskóla í Hafnarfirði, fyrsti dagurinn er einmitt í dag. Þessi vinna er nú aðeins meira tengd menntuninni minni en Kaupþing sem ég er auðvitað mjög sátt við.
Ég held að það skýri út af hverju ég sé vöknuð um fimm að morgni til og komin í tölvuna. Kvíði smá fyrir enda er það bara eðlilegt þegar að maður er að byrja í nýrri vinnu. Kannski líka út af því að ég var nýbyrjuð að komast inn í allt hjá Kaupþingi en þarf svo að fara að læra eitthvað nýtt aftur. Reyndar var ég eitthvað voðalega vinsæl varðandi atvinnu í september, fór í 4 viðtöl og allir vildu ráða mig. Það var pínku skrýtin upplifun að geta valið um störf en jafnframt góð tilfinning því að seinast þegar að ég var að sækja um vinnu var eins og enginn vildi ráða mig.
Reyndar er Árni veikur, með hita, beinverki og svima og Benedikt virðist vera hálfslappur líka. Hann er byrjaður að hósta meira þannig að við vitum ekki alveg hvort að pústið sem hann fékk sé að gera eitthvað gagn. En vonandi fer þessu veikindastandi nú að ljúka, komnar hátt í 5 vikur sem einhver á heimilinu er veikur ;).
En allir að vera duglegir að kommenta.
mánudagur, október 01, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 10/01/2007 05:12:00 f.h.
|