þriðjudagur, október 30, 2007

Skrifaði undir undirskriftarlista fyrir nokkrum dögum vegna þeirra fáránlegu reglna sem eru hjá ríkinu. Ef öryrki selur hlutabréf og fær ágóða af þeim þá lendir hann í því að bæturnar frá TR eru lækkaðar. Ef að þeir sem eru útivinnandi selja hlutabréf eru launin þeirra lækkuð? Bæturnar eru laun þessa fólks og ekki eru þær nú háar fyrir. Þetta er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Vildi bara biðja alla um að skrifa undir þennan lista, öryrkjar þurfa sannarlega á því að halda.