sunnudagur, október 07, 2007

Minn er orðinn veikur, ætli ég hafi ekki smitast af Árna. Alveg ömurlegt að eyða helgunum í veikindi, Árni var nefnilega veikur frá laugardegi fram á þriðjudag og ég byrjaði að verða slöpp í gær. Einu gleðifréttirnar er að Benedikt er ekki búinn að smitast af okkur (7-9-13) því að þetta er ógeðsleg veiki. Enda er ég vakandi um fjögurleytið vegna þess að mér líður of illa til að geta sofið.

Ég kíkti í partý hjá einni sem er að vinna með mér á föstudagskvöldið. Alltaf gaman að hitta nýja vinnufélaga í öðrum aðstæðum. Skemmti mér bara mjög vel en var ekki lengi því að mér var byrjað að líða hálfilla. Mamma og pabbi litu eftir Benedikt á meðan því að Árni var í óvissuferð, þau voru nú mest sár yfir því að hafa ekki fengið að sjá barnið allt kvöldið :), hann var sofnaður þegar þau komu þannig að þau þurftu ekkert að hafa fyrir honum.