Ég er örugglega vinsælasti starfsmaðurinn á leikskólanum þessa dagana. Á að vera búin að vinna 15 vinnudaga en er bara búin að vinna 9. Fyrst varð ég auðvitað veik og svo varð Benedikt veikur. Ég hélt að þetta væri búið núna en þá er litla rassgatið komið með eyrnabólgu þannig að við Árni verðum eitthvað meira frá vinnu. Við erum reyndar rosa dugleg að skiptast á að vera heima með hann en samt er maður með samviskubit vegna vinnunnar, sérstaklega þegar maður er nýbyrjaður.
Annars keyptum við 3 jólagjafir um helgina og ég byrjaði að föndra jólakortin, ekkert smá dugleg :). Búin að gera öll kortin og á bara eftir að skreyta þau smá þannig að það er ekki mikið eftir. Fínt að vera búin að þessu svona snemma.
sunnudagur, október 21, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 10/21/2007 09:44:00 e.h.
|