miðvikudagur, október 17, 2007

Það virðist enginn endir vera á þessum veikindum í fjölskyldunni. Benedikt er heima í dag út af augnsýkingunni, hann er líka kominn á sýklalyf vegna kvefsins og hóstans þannig að vonandi fer hann að lagast. Mér líður eins og ég sé búin að vera segja "vonandi fer hann að lagast" endalaust lengi en samt er bara einn og hálfur mánuður síðan hann byrjaði hjá dagmömmunni. Hann má hinsvegar ekki fara til dagmömmunnar fyrr en hætt er að renna úr augunum því að þessi augnsýking er víst svakalega smitandi.

Ég er ennþá með kvef og hósta, Árni er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og vaknaði í morgun hálf fastur í bakinu. Það er svo brjálað að gera í vinnunni hjá honum að hann hafði ekki samvisku í að vera heima þannig að hann fór í vinnuna frekar sjúskaður. Mér finnst nú að við megum alveg fara að verða frísk :).