Loksins er mér farið að líða aðeins betur. Reyndar með alveg svakalegt kvef ennþá og hálsbólgu þannig að Árni skipaði mér eiginlega að vera heima í dag til að ná þessu alveg úr mér. Benedikt smitaðist svo líka þannig að fjölskyldulífið er búið að vera mjög erfitt þessa seinustu daga, sérstaklega fyrir Árna. En sem betur fer var Benedikt hitalaus í gær þannig að hann fór til dagmömmunnar í morgun.
En ætla að fara upp í rúm og reyna að ná þessu kvefi almennilega úr mér.
fimmtudagur, október 11, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 10/11/2007 08:49:00 f.h.
|